Saga - 1960, Side 24
16
ÞORKELL JÓHANNESSON PRÓFESSOR
og æðir hann áfram eins og logi í sinu, líkt og fellibylur, brennir
reykbólginn (eða: brennir upp til agna) allt, sem verður á vegi
hans. En hvort orsök þessa elds komi að ofan eða neðan, er óvíst.
Á þessu landi eru stórir fálkar og valir, og eru þeir fluttir út.1)
Vilhjálmur Orkneyjabiskup, sem íslenzkir annálar telja vígðan
til eyjanna 1310 og kann að hafa komið til íslands fyrr á ævi, lét
eftir sig frásögn um íslenzkt eldgos, sem virðist hafa gerzt 1275,
enda segir Gottskálksannáll frá sandfelli (fjárfelli vegna vikur-
falls) „í sumum stöðum" það ár, en beinni heimildir íslenzkar skort-
ir um gos þetta. Sögn Vilhjálms varðveittist í annál rituðum 1346,
Chronicon de Lanercost, sem hrósar heiðarleik og fræðimennsku
biskupsins. Vilhjálmur hafði sagt, „að í stað nokkrum á íslandi
logi hafið á einnar mílu svæði og gefur frá sér svartan og óhreinan
vikur. Annarstaðar brýzt eldur úr jörðu með vissu miilibili, sjö-
unda til fimmta hvert ár, og brennir að óvörum bæi og hvað sem
er og verður hvorki slökktur né af höndum rekinn nema með hinu
blessaða vatni, sem prestur (einn) hefur vígt. Furðulegt er það,
sem biskupinn segir, að menn geti heyrt í eldi þeim skiljanleg
kvalahróp sálna í víti.
Fullyrða má, að Vilhjálmi biskupi hafi borizt vítishugmynd-
in um Heklu frá Dönum eða Þjóðverjum mest, en íslendingar þurfi
ekki að hafa átt þátt í þeim skáldskap. Rúmum 2 öldum áður en
Chronicon de Lanercost var rituð virðast danskir eða e. t. v. ekki
síður þýzkir málaliðsmenn Eiríks eimuna hafa leikið sér að því
að sverta hina dönsku höfðingjastétt, sem þeir voru nýbúnir að
stúta í blóðbaðinu í Fótarvík á Skáni 1134 (m. a. 6 biskupa og 60
aðra fallna klerka), og sögðust hafa séð skara hræfugla fljúga að
og draga allar sálir þeirra frá blóðvellinum í Heklueldinn.2)
1) Tekið eítir Ólaíi Daviössynl, Tlmarit h. ísl. bókmf. 1887, 112—13; Þorv. Thoroddsen,
Geschichte der isl. Vulkane, 1925, 6.
2) Þorv. Thoroddsen, sama rit, bls. 7.