Saga - 1960, Síða 25
Brot úr heimsmynd Islendinga
i.
„UM HAF INNAN“
eftir Jón Jóhannesson prófessor.
ForfeSur vorir á þjóðveldisöldinni rituðu ýmislegt um
landfræðileg efni. Sumt var tíningur úr erlendum ritum,
annað frumritað á íslenzka tungu. Langmerkast þess, sem
frumsamið var á íslenzku, er Leiöarvísir ok borgaskipan,
sem ritað var að fyrirsögn Nikuláss ábóta á Munkaþverá.
Iiann lézt 1159. Flest annað er smælki, en þó merkilegt
á marga lund. Meðal þess er landalýsing sú, er hér verður
gerð að umræðuefni að nokkru leyti. Elzta og bezta hand-
ritið, sem hefur varðveitt hana, er A M 736 I,4to, og er
sá hluti þess, sem landalýsingin er í, talinn frá h. u. b.
1300. Það er þó ekki frumrit, heldur eftirrit, og verður
ekkert um það sagt fyrir víst, hve gömul landalýsingin
er. Líklegast er þó, að hún sé annaðhvort frá síðara hluta
12. aldar eða fyrra hluta hinnar 13.
Landalýsingin er aðeins á einni blaðsíðu í skinnhand-
ritinu, og má af því ráða, að fljótt hljóti að vera yfir
sögu farið. Fyrst er þar lýst Asíu, síðan Afríku og loks
Evrópu. Fleiri álfur þekktu menn ekki þá, og var þó
þekkingin á Asíu og Afríku af ærið skornum skammti.
Þegar lýst hefur verið löndum á meginlandi Evrópu, er
haldið áfram á þessa lund:
,,Fyrir noróan Noreg er Finnmörlc. Þaöan víkur landi
til landnorðurs og svo til austurs, áóur komi til Bjarma-
lands. Það er skattgilt undir Garðakonung. Frá Bjarma-
landi ganga lönd til óbyggöa of noröurætt, allt til þess
er Grænland tekur við. Frá Grænlandi í suöur liggur
Saga — 2