Saga - 1960, Síða 27
,,UM HAF INNAN“
19
Sjálfsagt hefur höfundur landalýsingarinnar hugsað
sér, að jörðin væri kringla, en hún nær miklu lengra til
norðvesturs hjá honum en hinum lærðu landfræðingum
sunnar í Evrópu.
Hann hefur sýnilega hugsað sér, að norðurhluti Atlanz-
hafsins væri eins konar innhaf, lokað af landahring. Þó
sést ekki, hvort hann hefur hugsað sér, að öll þessi lönd
frá Bjarmalandi til Afríku væru samföst, og líklegra er,
að svo hafi ekki verið.1) Fyrir utan þennan landahring
hefur hann svo vafalaust talið úthafið vera.
Nú má spyrja: Hve algeng var þessi skoðun, sem fram
kemur í landalýsingunni? Þar til er því að svara, að merki
hennar sjást í ýmsum norrænum ritum frá 13. öld og
yngri, en ég verð hér að takmarka mig við h. u. b. 1300.
Fyrst er rétt að athuga tvö norsk rit.
1 Historia Norvegiae, sem samin er á latínu og talin
einna helzt frá síðasta þriðjungi 12. aldar, er sagt, að
menn, sem ætluðu frá íslandi til Noregs, hafi lent í haf-
villum og fundið land eða lönd milli Grænlands og Bjarma-
lands, og Grænland sé skilið frá þessum löndum af jökul-
tindum. Enn fremur segir þar, að Grænland sé vestasti
jaðar Evrópu og nái nærri því suður að hinum afríkönsku
eyjum, þar sem úthafið streymi inn.2) Þessi sögn er í
aðalatriðum samhljóða landalýsingunni. Munurinn er sá,
að Helluland, Markland og Vínland, sem í landalýsing-
unni eru talin til Evrópu, eru ekki nefnd í Hist. Norv.,
en í staðinn er þar getið um hinar afríkönsku eyjar.
Hitt norska ritið er Konungsskuggsjá, sem mun samin
um 1260. Þar segir svo:
,,ÞaS mæla menn og víst, aS Grænaland liggi á yztu
siðu heimsins til norSurs, og ætla ég ekki land út úr
sér g ^?trf ekki a® vera spr°Ulö af könnun, aö bœðí Adam og fslendlngar ímynduöu
Atl rœnland’ Helluland og Vínland sem eyjar, heldur hlnu, að menn hugsuðu sér Norður-
anzhafið hluta úthafsins, og gat þá eigl veriö um samfelld lönd að ræða. Kenningin
Uib landahringinn vann síðar að þvl að samtengja löndln í hugum manna.
2) Hlst. Norv., 1. kap.; Saga 1958, 490.