Saga - 1960, Qupperneq 30
22
BROT ÚR HEIMSMYND ÍSLENDINGA
að Sturla hefur talið, að hafið milli Grænlands og Austur-
Evrópu væri lokað af landi eða löndum.
Höfundur Eiríks sögu hefur verið lærður maður í landa-
fræði. Hann segir m. a. frá því, að þeir Eiríkur rauði
og Þorsteinn sonur hans hafi farið að leita Vínlands,
en þá hafi velkt lengi úti í hafi og þeir hafi ekki komið
á þær slóðir, sem þeir vildu. Síðan segir:
„Þeir komu í sýn við ísland, og svo höfðu þeir fugl af
frlandi. Reiddi þá 'skip þeirra um haf innan.“
Höfundurinn hefði varla komizt svo að orði, að skipið
hafi reitt um haf innan, ef hann hefði ekki ímyndað sér,
að haf þetta væri umkringt löndum.
í Eiríks sögu er einnig talið eins og í landalýsingunni,
að Helluland, Markland og Vínland séu í röð suður frá
Grænlandi. En sá er þó munur á, að í landalýsingunni
virðist miðað við suðurodda Grænlands, en í sögunni er
miðað við Bjamey, sem nú heitir Disco og er við vestur-
strönd Grænlands á 70° n. br. eða allmiklu norðar en ís-
land. Hefur enginn skýrt til hlítar, hvernig á því stendur.
Þá er komið að því að skýra, hvernig þessi hugmynd
um landaskipun við norðanvert Atlanzhaf hefur orðið til.
Sjálfsagt hefur hún skapazt smám saman, og auðséð er,
að hún er að sumu leyti reist á þekkingu, en að öðru leyti
á ímyndun.
Sögnin um Helluland, Markland og Vínland er sprott-
in af einhverri raunverulegri þekkingu. I annálum er þess
getið, að 1347 hafi grænlenzkt skip, sem hafði farið til
Marklands, orðið hafreka til Islands. Þá hefur Markland
ve.rið enn kunnugt eða eitthvert land, sem menn töldu
vera það. Mestur vafi leikur á um Vínland. 1 sambandi
við sagnimar af fundi þess hafa varðveitzt sagnir um
tvö kynjalönd þar vestra, Einfætingaland og Hvítra-
mannaland, sem munu aldrei hafa verið til nema í ímynd-
un manna. Hafa sumir fræðimenn haldið því fram, að
sama máli gegndi um Vínland. Ljóst er, að litlar eða