Saga - 1960, Qupperneq 31
,UM HAF INNAN"
23
engar samgöngur hafa haldizt við það, því að annálar
skýra svo frá, að Eiríkur Grænlendingabiskup hafi leitað
þess 1121. Svo væri varla kveðið að orði, ef lega landsins
hefði þá verið kunnug. En þótt svo kunni að vera, að „Vín-
land“ hafi aldrei verið til nema sem sagnaland, þá má
teíjavíst, að bæði Islendingar og Grænlendingar hafi leitað
þess og kynnzt í þeim ferðum austurströnd Norður- Amer-
íku svo eða svo langt suður eftir. Það er ekki að marka,
þótt fræðimenn hafi ekki orðið alls kostar sammála um,
hvar þessara landa væri að leita í Ameríku, því að aðal-
heimildirnar, Eiríks sögu og Grænlendingasögu, greinir
bæði á um stefnuna til þeirra frá Grænlandi og fjar-
lægðina milli þeirra. 1 Eiríks sögu er talið, að þau liggi
í röð suöur frá Bjamey,1' en í Grænlendinga sögu, að
þau liggi 1 röð útsuður frá Herjólfsnesi syðst á Græn-
landi. Samkvæmt Eiríks sögu var fjarlægðin milli Græn-
lands og hinna landanna þriggja alls staðar jöfn, tvær
dægursiglingar frá landi til lands. En samkvæmt Græn-
lendinga sögu fóru fjarlægðirnar eftir talnaröðinni 4, 3, 2.
Hver viti borinn maður hlýtur að sjá, að í báðum þessum
sögum eru hlutirnir gerðir einfaldari en þeir hafa verið
í rauninni. Og þegar þar við bætist, að lýsingarnar á
löndunum eru ógreinilegar og ósamhljóða um sumt, má
ljóst vera, að lega þeirra á austurströnd Norður-Ameríku
verður ekki ákveðin fyrir víst, fyrr en öruggar minjar
landkönnuðanna finnast þar, en þær láta enn á sér standa.
Örðugast er að skýra, hvernig hugmyndin um suð-
vesturhluta landahringsins hefur orðið til. Höfundur
Eiríks sögu virðist hafa hugsað sér, að Vínland væri ekki
*sl- fonirit IV. 222—23. Frá Bjamey (Disco) slgldu þeir Þorflnnur til Hellulands
(Baffinlands). Ekki hefur fengizt á þvi viðunandi skýring, að þeir skyldu fara svo langt
n°rður. er leita skyldl Vínlands. Skýringar er þó ef til vill skammt að leita. Bjamey
er um 1880 m* há blágrýtisey, þakln ís og snjó að ofan, sem sker sig mjög úr hinum
sieitu gnei8fjöllum sunnar og sést I björtu veðri I melra en 80 sjómilna fjarlœgð
eÖa meira en þrlðjung leiðar til Baffinlands, sem er einnig mjög hálent norðan til
°g ^oku11 á. Var þvi hœgt að sigla mlkinn hluta leiðar tll Marklands í landsýn, ef þannig
Var farlð.