Saga - 1960, Qupperneq 32
24
BROT ÚR HEIMSMYND í SLENDIN GA
öllu sunnar en írland. Má m. a. ráða það af því, að hann
getur tvisvar um, að menn, sem fóru þangað, hafi hrakið
austur um haf til írlands eða í nánd við það. Sama hug-
mynd kemur fram í Landnámu. Þar segir, að Hvítramanna-
land liggi vestur í hafi, nær Vínlandi hinu góða, og sé
til Hvítramannalands sex dægra sigling vestur frá ír-
landi. Höfundur Eiríks sögu virðist hafa hugsað sér, að
Hvítramannaland væri gagnvart Marklandi, og skeikar
það ekki miklu, með því að stutt var talið milli þess og
Vínlands, en þó má e. t. v. af því ráða, að menn hafi
ímyndað sér Vínland heldur sunnar en Irland.
Ég hef áður getið um, að Hvítramannaland muni aldrei
hafa verið til nema í ímyndun manna. Af því leiðir, að
sögnin um, að þangað sé sex dægra sigling vestur frá
Irlandi, hlýtur einnig að vera gamall útreikningur, sprott-
inn af ímyndaðri afstöðu Hvítramannalands til landa
þeirra, sem fundust raunverulega í Vesturheimi. En hvort
heldur sem er, þá sýnir sú ímyndun, að menn hafa talið,
að Markland og Vínland væru miklu austar en austur-
strönd Ameríku er. Þetta er skiljanlegt, þegar þess er
gætt, að menn fundu Markland og Vínland — eða land
það, sem menn hugðu vera Vínland, — norðan frá og
miðuðu norðlæga lengd þess við stefnuna frá Grænlandi
og afstöðu þess til landa í Evrópu. Ef menn fóru frá
tveim stöðum með ákveðnu millibili norðarlega á jarð-
kringlunni í hásuður, þá töidu fommenn, að bilið héldist
alltaf jafnt, af því að þeir hugsuðu sér kringluna
flata. Þeir höfðu enga hugmynd um, að jörðin væri
hnöttur og bilið hlyti að aukast allt suður að miðjarðar-
línu.1’
1) Ef relknað er, eins og stendur í landalýsingunni, að ísland sé beint noröur af
írlandi, og talið, að 4 dœgra haf til Grænlands írá Snæfellanesi nemi 16<> og 6 dægra
sigling ætti aö nema 24°, virðist hinn fomi útrelkningur gera ráð íyrir Hvítramanna-
landl sem svarar 24° vestur frá Snæfellsnesi eða á 48° vestlægrar lengdar, þaö er aö
segja beint suöur aí Hvarfi á Grœnlandl. Annaö mál er, að írland liggur austar en
ísland. Einnig virðist reiknaö meö hraðbyri miklu aö sigla á aðeins 4 dægrum írá Snæ-