Saga - 1960, Síða 35
„UM HAF INNAN"
27
til mála, að einhver Islendingur hafi sett Vínland í sam-
band við þessar afríkönsku eyjar og þannig hafi myndazt
sögnin um, að Vínland gengi af Afríku. En aldrei hefur
hún orðið almenn, eins og orðalag landalýsingarinnar
sýnir.
Ég hef nú reynt að rekja uppruna hugmyndar íslend-
inga og Norðmanna um landahring þann, sem lýst er í
landalýsingunni. Sumum kann að þykja nokkuð fljótt
yfir sögu farið, en ekki er hægt að ræða einstök atriði
vandlega í einum stuttum fyrirlestri. Niðurstaða mín
hefur orðið sú, að hugmyndin um landahringinn sé að
allmiklu leyti sprottin af landkönnun og raunverulegri
þekkingu, en inn í sé ofið ímyndunum, sem eigi að sumu
leyti rætur sínar að rekja til hinnar almennu miðaldaskoð-
unar, að jörðin sé flöt kringla, og að öðru leyti til ævin-
týrasagna. Loks virðist svo, sem suðvesturhluti landa-
hringsins hafi mótazt eitthvað af landaskipunarhugmynd-
um lærðra manna sunnar í Evrópu. Ef til vill þykir oss
flestum heldur lítið til hugmyndarinnar um landahring-
inn koma. En vér vitum ekki, nema eftir oss komi menn,
sem telji vora landaþekking lítilfjörlega. Og því má ekki
gleyma, að með landkönnun sinni vörpuðu norrænir menn
ljósi þekkingarinnar lengra norður og vestur á bóginn en
öðrum þjóðum hafði tekizt.1’
!) Athugasemd ritstjóra: Þessi greln var upphaflega fyrirlestur og var ekki enn
búln til prentunar, þegar höfundur lézt, og er blrt samkvæmt frumhandriti. En sjá
mátti af lausablöðum, er hjá lágu, að hann hafði ætlað um að bæta með neðanmáls-
Erelnum 0g á annan hátt. Útdrátt úr lestrinum, 1% bls., birti hann í íslendinga s. I,
1956, 128—31, og eru tilsvarandl stúfar tveir burt felldir úr fyrirlestrinum, til þess að
turfa eigi að raska honum að öðru leyti, þvl að þá heföi orðið að íella þar Inn
texta dr. Jóns frá 1956. Aítur á móti reyndist óhjákvæmilegt, að ritstjóri Sögu ynnl
úr lausablöðum neðanmálsgrelna, sem ófrágengnar voru, og hefur hann sett B. S. við
b®r þeirra, sem hann heíur orðað að verulegu leyti. „Summary** hefur hann gert.