Saga - 1960, Side 38
30
BROT ÚR HEIMSMYND ÍSLENDINGA
hún er ókristileg og gat ekki náð neinu fylgi á Norður-
löndum, nema vera kynni um 1000 í bilinu milli tvennra
trúarbragða. Um það efni fjallar grein mín.
Tvær visur fornskálda.
Heimildir um þetta eru kvæði, sem færð voru í letur
á 13. öld. Skýring á þeim í Snorra-Eddu er blandin synda-
flóðssögu og ómerk, eins og brátt skal getið. Því þarf
að snúa beint að kvæðum og reyna heimildargildi þeirra.
Arnór jarlaskáld, Þórðarson skálds Kolbeinssonar,
minnist heimsendis í erfidrápu sinni umÞorfinn Orkneyja-
jarl Sigurðarson um 1065:
Björt verðr sól at svartri,
sökkr fold í mar dökkvan,
brestr erfiði Austra,
allr glymr sjár á fjöllum.
Þannig reit Snorri vísuna í Eddu sinni og stældi hana
auk þess í niðurlagi Háttatals. Drápan er varðveitt
nokkuð heil í Orkneyingasögu og enginn vafi, hver ort
hefur og hvenær.
Þótt þessi heimsendislýsing sé ókristin með öllu, er
einnig ljóst, að Arnór, sem var gagnfróður að skálda
hætti um goðaheiminn, telur hana elcki tilheyra honum
og heiðninni og er einmitt í síðari helmingi sömu vísu
að bera fram kristilega bæn fyrir sálu Þorfinns. Amór
er nýkristinn í því háttemi sínu að biðja oft bæna í ljóði
auk skáldskapar síns um Mikjál erkiengil og verk hans
á dómsdegi. Þetta sést í hverju broti, sem til er af aðal-
kvæðum hans. Fyrir Þorfinni biður hann tvisvar, en ann-
ars staðar fyrir Hermundi bónda Illugasyni, Rögnvaldi
jarli Brúsasyni, Haraldi konungi harðráða, en getur hins
um Magnús konung góða, að menn unni honum næst Guði,
og sýnist þá fyrirbænum víst vera ofaukið.