Saga - 1960, Qupperneq 40
32
BROT ÚR HEIMSMÍND ÍSLENDINGA
[auðs] áðr jafnfögr tróða
alin verði Steingerði.
Texti vísunnar, eins og hún er tekin upp eftir hand-
ritinu Möðruvallabók, felur engin sérlega umdeilanleg
orð í sér, nema „auðs“ vantar í M og er lesið í málið.
Að sið ritskýrenda vil ég freista að gera vísuupphafið
skýrmæltara en er. Ég gizka á, að brottfallið muni á eftir
orðinu hellur merki það, sem líktist z og þýðir ok. Þá
byrjar vísan svo: Heitast hellur ok fljóta.
Merking vísunnar er þessi: Hellur hitna, fljóta (á
bráðnu) eins hratt og korn á vatni, en lönd munu
sökkva, fræg fjöll in stóru færast í djúpan sjó, áður en
fædd verði stúlka jafnfögur Steingerði; enn er ég óþekkur
(ógeðfelldur) konunni ungu.1)
Upphaf vísunnar (með eða án ok) er sönn og látlaus
lýsing hraunstraums á greiðri ferð; hann fleytir að jafn-
aði hellum. Annálar ná engir til gosa, sem hér gerðust í
heiðni, og Landnáma aðeins lítið eitt, en efalaust hafa
þau allmörg gerzt, mismerk.
Að öðru leyti er náttúrufræðin hin sama og hjá Arnóri
og þó afdráttarlausari,fræg fjöll og löndin kaffærast alveg.
Kormákur var allfróður um goðsögur og vitnar til margra
þeirra í Sigurðardrápu. Engum lá nær en honum að geta
um þátttöku goðanna, ef nokkur var,. í þeim hamförum,
sem vísan lýsir. Hann gerir það ekki. Þetta bendir til,
að hann hafi heimild sína um kaffæring jarðar (og
bráðnun) frá sama manni og höfundur Völuspár e.ða
e. t. v. frá þeim höfundi sjálfum.
Hins vegar fer því fjarri, að sjálft orðalag Völuspár og
Kormáks bendi til skáldtengsla þeirra í milli, þótt Arnór
stæli hana.
1) Engln veruleg ástœöa er til að halda, að „auðspöngin" sé Stelngerður og henni
sé enn illa við Kormák (sem henni var aldrei illa við). Sé vísan hins vegar karla-
grobb hans eftir 1000 um fornar ástir sinar (,,mér unni fegursta stúlka heimslns
forðum, en nú er ég ógeöfelldur stúlkuklndinni þama'*), er hún sambœrileg við vísur
Egils Skallagrimssonar I elll.