Saga - 1960, Side 41
GOÐMÖGN EÐA JARÐFRÆÐI .. .
33
Völuspá aðgreinir goðmögn og náttúruviðburði.
Island er í sífelldri hreyfingu, Noregur kyrr. öfl elds
og jökla gerðu usla í byggðum, einnig braut sær land,
sandrok ógnaði stöku jörðum þá þegar,, og e. t. v. var
Surtur búinn að sýna, hvemig hann færi að því að
slöngva „eldi of heim allan“, glóandi vikri. Fræðimenn
hafa fallizt almennt á það, að íslenzkar hugmyndir um
jarðelda og landskjálfta séu meginþáttur í heimsmynd
Völuspár. Þótt enn kunni að koma í ljós, að höfundur
hennar hafi þekkt meira til íslenzkrar náttúru en goð-
sagnaskýrendur nútíðar, finnst mér þegnréttur hans til
að hafa gert þar uppgötvanir nærri sjálfsagður og vera
vel að því kominn að reynast meiri en nafnið eitt.
Tökum smávægilegt dæmi, „ónáttúrleik" Hveralundar
(35. vísa). Að sjálfsögðu hlaut sá staður að fyllast ógn og
jarðhita eftir komu Loka þangað og hverir taka að gjósa,
þótt aðeins væru ljúfar laugar áður. Þannig geta breytzt
sum hverasvæði, hvenær sem Loki spymir fæti. Og hefur
þá brennisteinsgufa þeirra e. t. v. aukizt og gert lund
draugalegan án þess að fulldrepa hann. Saklaust þrosk-
uðu birki er hins vegar hið vanalega hveraloft, sem mest
er stækja og laust súrefni og kolsýra ásamt vatnsúða
(aðeins kalhætta ísingar). Bæði trjágarðar 20. aldar við
hveri og þykkar laufdyngjur, sem steingerzt hafa í fyrnd-
iuni í kísilskálum hvera t. d. í Hveragerði og á hvera-
svæði Geysis í Haukadal, hrekja rótgróna skoðun goð-
fræðinga, að Hveralundur Völuspár sé eitthvað ónáttúr-
legur. Einungis er hann mjög íslenzkur.
Höfundur Völuspár er uppvís orðinn að miklum breyt-
mgum á arfteknum goðsögum víkingaaldar, enda hafa
aður tekið að gerjast trúarskiptahugmyndir hjá honum
°S aukið skáldgáfunni áræði. Helztu frávik hans frá
Vafþrúðnismálum (Vfþrm í Eddu) og alþýðutrúnni eru
Pessi: „Jörðin er ekki sköpuð úr Ými, heldur risin úr
sæ, döggin er ekki méldropar Hrímfaxa, heldur úðinn af
Saga — 3