Saga - 1960, Page 44
36
BROT ÚR HEIMSMYND ÍSLENDINGA
Hvar og hverjum birtist særisin fold fyrst?
Þegar höfundur Völuspár skyggnist í hug sér eftir
því, hvernig nýsköpuð jörð hafi litið (út, svo að af því
mætti ráða uppruna þurrlendis, birtist fyrst sandur, sær
og svalar unnir. Brátt var og úr því bætt, að upphimin
skorti og gras fannst hvergi, því að sunnansól vermdi
salar steina (grjót jarðar) og lét kjarnlauka spretta.
Hér er það ekki einkadóttir Ónars, sem er að fæðast
viði gróin og barrhödduð, heldur breiða sig sandar og
urðir, sloppnar úr greipum jötunheimsfrera og Dumbs-
hafs. Sjá 3.-4. v.:
vara sandr né sær
né svalar unnir,
jörð fannst æva
né upphiminn,
gap var ginnunga,
en gras hvergi,
áðr Burs synir
bjöðum um ypptu,
þeir er Miðgarð
mæran skópu;
sól skein sunnan
á salar steina,
þá var grund gróin
grænum lauki.
Framhald þessarar lýsingar á æsku jarðarinnar heim-
færir höfundur í 59. v. til nýrrar uppkomu hennar úr
sjó, og þá er hún hálend með fjallvötn, fossa og erni
yfir. Samlögð eru einkenni þessi ekki táknandi um heild-
arsvip nokkurs norræns lands nema íslands, ekki
fremur en unnt mundi að finna jarðbyltingaröflum Völu-
spár neinn stað annan öllum saman.