Saga - 1960, Blaðsíða 45
GOÐMÖGN EÐA JARÐFPÆÐI .. .
37
Svo trútt er skáldið þeirri reglu að taka eftir föngum
raunmyndir, séðar með eigin augum eða góðra sjónar-
votta, fram yfir goðsögur og draumóra, að vafalaust er
spegilmynd 3.-4. vísu af sköpunarsögunni fyrr og fastar
mótuð í sannfæringu hans en endurris jarðar í 59. v.
Þá verður ekki hjá þeirri ályktun komizt, að einhvem
veginn hafi hann náð fræðilegri vitneskju um lyfting
jarðar úr sæ í árdaga. Meira að segja: Sú vitneskja
virðist vera eitt meginaflið, sem knýr hann til að hafna
eldri upprunakenningum, gerbreyta einnig Ragnarökum,
yfirleitt færa jarðeðlissöguna í náttúrufræðilegra horf
en nokkur annar miðaldamaður dirfðist af sjálfsdáðum.
Völuspá og vísa Kormáks,. óljósar tímasett, veita áþreif-
anleg rök fyrir því, að á seinni hluta 10. aldar hljóti ein-
hver mikilsmetinn maður að hafa rökstutt þá kenning á
Islandi, að jörðin mundi hafa risið úr sjó.
Eftir 1900 komust menn að fullri raun um það, hve
hátt sjór mundi hafa komizt á ísöldum; sumstaðar við
Breiðafjörð ná merki hans allt upp að 200 m hæð yfir
sjávarmál nútíðar. Til dæmis má hér nefna klettaskrið-
una skeljafrægu skammt ofan við einstigið á Búlands-
höfða hjá Mávahlíð, götuklif rétt innan við Ólafsvík og
sandsteinslög með skeljum, sem skilríkir 18. aldar bænd-
ur vildu vísa Eggerti Ólafssyni til á Sælingsdalsheiði.1'
Jafnaldrar Kormáks, sem bjuggu rétt við þessar talandi
uiinjar, voru skáldið Þórarinn svarti í Mávahlíð og Ósvíf-
ur spaki Helgason, en meðal þeirra, sem tíðfamast áttu
980-1000 til Fróðársveitar um skriðuna í Búlandshöfða,
verður að nefna Snorra goða á Helgafelli.
1) Ferðabók Eggerts Ólafssonar og BJama Pálssonar. Rvk. 1943. I, 285; II, 233-34.