Saga - 1960, Side 52
44
BROT ÚR HEIMSMYND ÍSLENDINGA
nánar hér, og skal látið nægja, að Bretar (eða Kumrar),
sem byggðu þessar slóðir, héldu þjóðerni sínu fram á 11.
öld að minnsta kosti. Það er einmitt hinn kymrískumæl-
andi hluti á Suðves.tur-Skotlandi, sem íslenzk fornrit kalla
stundum Bretland. Hins vegar nota fornritin það einnig
um Wales og er oft örðugt að vita með vissu, hvort Bret-
land merkir Wales eða brezku héröðin í Suðvestur-Skot-
landi. Á sömu lund er oft erfitt að vita, hvort heitið
Bretar á við íbúa Wales eða hina brezku íbúa á Suðvestur-
Skotlandi. Þó er hægt að færa rök að því, að Bretland og
Bretar í íslenzkum sögum á stundum tvímælalaust við
hinn nyrðri héröð brezku-mælandi manna.
2
1 Heimskringlu segir frá því, að Eiríkur blóðöx
„herjaði um Skotland og Bretland, Irland og Valland".
Þótt ekki sé unnt að vita með fullri vissu, hvað Bretland
merki hér, má sennilegt þykja, að átt sé við Suðvestur-
Skotland. Til þess bendir samstaðan við Skotland í upp-
talningunni. Eðlilegt er að hugsa sér, að Eiríkur hafi
haldið inn í brezka konungsríkið í Strathclyde og þaðan
vestur yfir Irlandshaf.
í næsta kafla Heimskringlu segir á þessa lund: „Þeim
Þorgísli og Fróða gaf Haraldur konungur herskip, og fóru
þeir í vesturvíking og herjuðu um Skotland og Bretland
og Irland. Þeir eignuðust fyrst Norðmanna Dyflinni."
Hernaður þeirra bræðra virðist, að svo miklu leyti sem
frásögn Heimskringlu verður treyst, geyma minni
um tvennt. Annars vegar um Þorgísl þann (Turgeis),
sem írskir annálar greina frá og var leiðtogi víkinga um
þær mundir, sem norrænir menn unnu Dyflinni (836),
og hins vegar um hernað víkinga um 870. Síðari atburð-
irnir eiga að sjálfsögðu við hér, og er fróðlegt að bera
Heimskringlu saman við írska annála. Samkvæmt þeim
settust Norðmenn um Dumbarton (í brezka konungsríkinu