Saga - 1960, Side 54
46
BROT ÚR HEIMSMYND ÍSLENDINGA
til Suðureyja. Síðan heldur hann til Manar og Irlands. Frá
írlandi fer hann til Bretlands og herjaði þar og í Kumra-
landi. Kumraland er tvímælalaust Cumberland, sem er
nyrzt í Norðvestur-Englandi, sunnan við hið brezka
konungdæmi í Suðvestur-Skotlandi.
3.
Eins og kunnugt er, segir Egils saga töluvert frá Eiríki
blóðöx. Þær frásagnir og aðrar,, sem varða atburði á
Englandi og sagan getur um, eru að nokkru leyti runnar
frá rituðum heimildum enskum. Hér verður engin tilraun
gerð til að skýra frá enskum heimildum Egils sögu,
enda hef ég í hyggju að gera því efni skil á öðrum vett-
vangi. í 50. kafla sögunnar er þess getið, að höfðingjar
risu gegn Aðalsteini konungi. „Voru það bæði Bretar
og Skotar og írar“. Samkvæmt enskum heimildum börðust
gegn Aðalsteini þeir konungur víkinga í Dyflinni, kon-
ungur Skota og konungur brezka ríkisins í Suðvestur-Skot-
landi. Hér er því óþarft að rekja þessa sögu lengur:
Bretar þeir, sem hér er getið um, eru íbúar Suðvestur-Skot-
land, en ekki íbúar Wales. Hins vegar er augljóst, að í
51. kafla Egils sögu er Bretland notað í merkingunni
Wales.
1 Ólafs sögu helga segir um Einar jarl, að hann
herjaði um Irland, Skotland og Bretland. Er sennilegt,
að þar sé um Norður-Breta að ræða, eins og víðar í heim-
ildum vorum, þegar getið er um hernað víkinga í þessum
löndum.
Að lokum má minna á kafla í Njáls sögu, þótt sagn-
fræðilegt gildi hans sé heldur vafasamt. Frá hemaði Kára
og Njálssona segir á þá lund, að þeir herjuðu um önguls-
eyjar og allar Suðureyjar. Þaðan héldu þeir til Saltíris
og síðan til Bretlands og loks til Manar. Það væri undar-
legt ferðalag, ef þeir hefðu fyrst siglt til öngulseyjar
(sem er norðan við Wales) og þaðan norður til Suður-