Saga - 1960, Page 56
Björn Sigfússon:
Full goðorð og forn og heimildir frá 12. öld
Formáli um mat á heimildum og í hverri röð þær skuli
lesa verður að vera stuttur, þó að varðveizla fornlaga sé
flókið rannsóknarefni. Veturinn 1117-18 var lagaritun
hafin, skráður var Vígslóði og margt annað í lögum eftir
umráði þeirra Bergþórs lögsögumanns Hrafnssonar, Haf-
liða Mássonar og annarra spakra manna, er til þess voru
teknir. Alþingi hafði falið þeim að endursemja um leið
hin eldri lög eftir því sem þeir töldu þurfa. „Skyldu þeir
gera nýmæli þau öll í lögum, er þeim litist þau betri an in
fornu lög,“ segir Ari Þorgilsson, og er lögbók þeirra,, Haf-
liðaskrá, var lesin í lögréttu sumarið eftir, var hún sam-
þykkt andmælalaust. Á síðustu dögum þjóðveldisins eftir
nærri 1í/% öld var enn sagt í Lögréttuþætti ( Grág. Ia,
213), að það skulu vera lög, ,,er finnst á skrá þeiri, er
Hafliði lét gera, nema þokað sé síðan“ (þ. e. breytt lög-
um). Jafnan skyldi þó fylgt þeirri lögbók, sem nákvæm-
ast greindi, en ef þær skildi að öðru leyti á, réð sú lögbók,
sem í Skálholti var. Það viðbótarákvæði er varla mjög
ungt, trúlega frá lögsögumannsárum Snorra Húnboga-
sonar (1156-70), þegar engin var gjör „sú gerð um stór-
mál, að eigi væri Klængur biskup til hverrar tekinn“,
sökum vizku og lagakunnáttu, enda „höfðu þeir höfð-
ingjar allan hlut mála,, er biskup var í fylgd með“ (Hung-
urvaka). Skrá Hafliða hefur verið fullgerð a. m. k. fyrir
lát hans 1130, og sýna ummæli Lögréttuþáttar, að hún
hefur verið miklu fáorðari en yngri lagabækur og hefur
sennilega ve,rið almenn lögbók samt, fólgið í sér alla megin-
þætti þjóðveldislaga.
Konungsbók (útg.: Grág. I. 1852) varðveitir Vígslóða,