Saga - 1960, Qupperneq 58
50
FULL GOÐORÐ OG FORN OG HEIMILDIR FRÁ 12. ÖLD
Goöorö fom1)
Rétt og skyldu til valda á vorþingum og til fjórðungs-
dómsnefnu áttu þeir menn einir, sem höfðu fomt goðorð
og fullt. Aldrei nefna heimildir fornt goðorð, sem ekki
sé um leið fullt, og eins reiknaðist fullt goðorð ætíð fomt.
Orðin fullur og forn lýsa þarna sama eiginleikanum
bæði,, og Grágás tekur fram (Ia 51,), að því aðeins töld-
ust goðorð full, ef handhafi þeirra hafði rétt til að bera
tylftarkvið og nefna í fjórðungsdóm. En önnur goðorð
mörg voru stofnuð vegna fimmtardómslaga og þekktust
úr hinum til þjóðveldisloka á því, að þau höfðu hvor-
ugan réttinn, — hétu þá enn hin nýju goðorð.
Kjami goðatignar í heiðni var forstaða fyrir blótum
tiltekins hofs eða hofa. Það var fyrst eftir brottfall
þeirrar forstöðu árið 1000, sem goðum varð fært að eiga
eða hafa til meðferðar goðorð úr fleiri héruðum en einu,
eins og brátt mun rakið. Brottfall þess kjama gerði
einnig Skafta Þóroddssyni það fært um 1000 að láta lög-
leiða nýju goðorðin, nýrrar tegundar, til meðferðar öðr-
um virðingamönnum. Völd eldri goða voru öll „forn“.
Til staðfestingar þeirri ályktun þarf þó enn að lesa
Lögréttuþátt (Grág. Ia, 211-17). Miðpallsmenn lögréttu,
48, eru þar taldir: „Þeir menn tólf eigu lögréttusetu úr
Norðlendingaf jórðungi, er fara með goðorð þau tólf, er
þar voru þá höfð, er þeir áttu þing fjögur, en goðar þrir
í hverju þingi. En í öllum fjórðungum öðrum þá eigu þeir
menn níu lögréttusetu úr fjórðungi hverjum, er fara með
goðorð full og forn, þau er þá voru þrjú í vorþingi hverju,
er þing voru þrjú i fjórðungi hverjum þeira þriggja, enda
skulu þeir allir hafa með sér mann einn úr þingi hverju
enu forna, svo að þó eignist tólf menn lögréttusetu úr
fjórðungi hverjum. En forn goðorð Norðlendinga öll eru
1) Þessi kafli og fleiri stúfar greinarinnar voru erindi flutt á íundi í Vísindaíélagi
fslendinga.