Saga - 1960, Page 59
GOÐORÐ FORN
51
fjór&ungi sker& að alþingisnefnu viö full goðorö önnur
öll á landi hér.“
íslendingabók (5. kap.) lýsir á þá leið þingaskipan
Þórðar gellis frá því um 963, að „þá var landinu skipt í
fjórðunga, svo að þrjú urðu þing í hverjum fjórðungi og
slcyldu þingunautar eiga hvar saksóknir saman, nema í
Norðlendingafjórðungi voru fjögur, af því að þeir urðu
eigi á annað sáttir; þeir, er fyr nor&an voru Eyjafjörð,
vildu eigi þangað sækja þingið og eigi í Skagafjörð þeir,
er þar voru fyr vestan; en þó skyldi jöfn dómnefna og
lögréttuskipun úr þeira fjórðungi sem úr einum hverjum
öðrum. En síðan voru sett fjórðungarþing. Svo sagði
oss Úlfheðinn Gunnarssonur lögsögumaður.“
Hvergi verður vart ósamkvæmni milli þessara heim-
ilda, nema Lögréttuþáttur er orðaður svo, að færri séu
nú þing og goðar en var. Hvergi er þessleg orðalíking,
að annar textinn sé lagaður eftir hinum. Síðari textinn
mun fara nærri orðalagi Úlfhéðins, sem hafði lögsögn
1108-16 og hefur víst dáið það ár, en texti Lögréttuþáttar
um þetta efni er vissulega orðaður með samþykki norð-
lenzkra lögsögumanna síðar, einhvers þeirra Bergþórs
Hrafnssonar, Guðmundar Þorgeirssonar eða Hrafns,
sem var sonur Úlfhéðins. Ekki getur það þá verið rangt
né óþarflega torskilið, sem segir um sérstöðu norð-
lenzkra goða á alþingi. Um orsakir m. a. að lögfestingu
fjórða þingsins nyrðra vildi Ari tilnefna sérlega Úlf-
héðin að heimildarmanni. Til þess munu hafa legið sér-
stök rök auk þess, að Úlfhéðinn og Gunnar faðir hans
lnn spaki, lögsögumaður, hafi þótt sögufróðir menn.
Kona Úlfhéðins var í 4. lið af Þórlaugu Víga-Glúmsdóttur,
sem tvívegis eða þrívegis hafði verið gift pólitískri gift-
mgu í valdastreitu, sem hófst upp úr þingabreytingunm
963, og sjálfur mun Úlfhéðinn hafa verið afkomandi Þor-
geirs Ljósvetningagoða, sem tók goðorð við þá breyting
eða litlu síðar, og frændi flestra stórætta nyrðra 963-