Saga - 1960, Page 64
56
FULL GOÐORÐ OG FORN OG HEIMILDIR FRÁ 12. ÖLD
leifs biskups, þar sem sækja skyldi um víg Koðráns Guð-
mundarsonar ins ríka á hendur Þingeyingum. Ég tel ein-
sætt, eins og Ólafur Lárusson gerir grein fyrir málinu,
að þar hefur verið farið að lögum og þetta verið fjórð-
ungsþing samkvæmt löggjöf Þórðar gellis frá 963. Ósenni-
legt er, að fjórðungsþing hafi á 11.-12. öld verið haldin,
nema sérstök deilumál krefðust þess, og skal ekki nánar
í þau efni farið.1’
Norðlenzka goðorðasameiningin er hið merkasta rann-
sóknarefni. Hún virðist hefjast tafarlaust með kristnitök-
unni á því, að Guðmundur ríki verður mestur höfðingi
Norðlendinga og virðist þá einkum hafa ráð Þingeyinga
í hendi sér, þótt ættartengsl væru nær engin við þá;
föðurleifð hans í Vaðlaþingi var aðeins ábýli hans og
sennilega hálft eyfirzkt goðorð. Réttri öld síðar virðist
Hafliði Másson vera álíka mikill höfðingi og fara með tvö
af goðorðum Húnvetninga,. ef ekki fleiri goðorðsparta.
Völd ættar hans hrundu þegar eftir lát hans, en kjarninn
í veldi Guðmundar dýra á síðasta fjórðungi 12. aldar
virðist enn hinn sami sem var hjá Guðmundi ríka for-
föður hans.
Árni Pálsson prófessor beitti sér í háskólakennslu fast
fyrir þeirri skoðun, að efling biskupsstóla og klaustra hafi
verið meginorsök að samfærslu valda í hendur fáum höfð-
ingjum og þess vegna gerist þetta fyrst í héruðum næst
biskupsstólum og setning Þingeyraklausturs um það
leyti, sem Hafliði féll frá, hafi fyrirbyggt vorþing á
Þingeyrum og leitt til þess m. a., að mestöll goðorðs-
völd Húnvetninga komust á næsta mannsaldri í hendur
Ásbiminga í Skagafirði. Ámi sagði sér renna þetta eink-
um til rifja sem Húnvetningi og Árnesingi. Jafnframt
var honum manna ljósast, að hliðstæð kirkjuáhrif urðu
víða fundin í evrópskri miðaldasögu. Jón Jóhannesson
1) Árb. hins ísl. íomleifafélags, 1926, 14-17.