Saga - 1960, Page 66
58
FULL GOÐORÐ OG FORN OG HEIMILDIR FRÁ 12. ÖLD
Möðruvellingar þeirri keppnisreglu í Ljósv. s., á biskupsár-
um ísleifs og sjálfsagt lengur, sbr. Friðgerðardeilur, að
sýna aldrei minnsta undanslátt undan keppnnautunum,
Ljósvetningum. Um tölu á þingmönnum Möðruvellinga
kringum 1020 eða,ef við vantreystum sannfræði sagnanna,
þá um tölu þeirra í elztu manna minnum 12. aldar, mætti
helzt hafa það til marks, að Ófeigur Járngerðarson og þeir
30 þingmenn Guðmundar gerðu heimför að honum undir
vor og riðu allir stóðhestum sínum töðuöldum. Hesta-
eign Þingeyinga var þó álíka bágborin í heimildum
Ljósv.s. og hún hefur jafnan verið, svo að vor eitt um
1060 reyndist Ljósvetningum ókleift að ná saman meira
en eitthvað sextíu bikkjum ferðafærum í því héraði og
kostuðu þó alls við og vildu allir ljá þeim hross, sem
gátu. Þeir riðu þannig til Hegranesþings, að tveir menn
voru um hest hvern, víglegt hundrað manna. (16. kap.)
Fráleitt hefur stéttaskipting verið slík, að allir stóðhesta-
eigendur Þingeyjarþings og engir aðrir hafi verið Guð-
mundarvinir og þingmenn hans, heldur ætti hann
að hafa átt þar þrisvar eða fjórum sinnum fleiri þing-
fararbændur en þá, sem munnmælin létu gera honum
heimför með Ófeigi. Goðorðssveit með stórt hundrað
bænda hefði sjálfsagt verið hin fjölmennasta af þrem
goðorðssveitum héraðsins á þeirri tíð, sbr. bændatal
Gizurar biskups austan lands og nyrðra. Mér þykir þessi
heimild sýna, að Möðruvellingar hafi verið taldir eig-
endur að einu þingeyska goðorðnu a. m. k., þegar elzta
vitneskja sögufróðra 12. aldar manna hófst. 1 Skírni
1934 gekk ég lengra í því en ég treysti mér nú að reyna
að rekja þá goðorðseign til atburða fyrir kristnitöku.
Meðan heiðni hélzt, var sameining goðorða torveld. Fjar-
staddur eigandi goðorðs hlaut að fela manni meðför þess.
Eignarhald á goðorðum Vestfirðingafjórðungs færðist
víst ekki sjaldnar milli manna og ætta en gerðist í öðrum
landshlutum, en lítið var gert að sameiningu þeirra fyrr