Saga - 1960, Síða 67
SAMRUNI GOÐORÐA 1 PÁ VELDI
59
en á Sturlungaöld, og það stafar vissulega af því, hve
margskiptur fjórðungurinn er. Þingaskipun Þórðar gellis
bannaði, að nokkur goði ætti þingmenn tveim megin
Hvítár. Hafi það ekki verið beint til þess gert að hnekkja
veldi Tungu-Odds og losna við hann úr fjórðungi Þórs-
nesinga og Hvammverja,1' hefur það m. a. átt að spoma
móti myndun borgfirzks stórveldis síðar, sem sporðreist
hefði valdajafnvægið innan fjórðungs. Það er á ævi
Snorra Sturlusonar,, sem hætt er að hirða um að telja
Hvítá fjórðungamark eða hindra, að goði ætti þingmenn
í ýmsum fjórðungum. Þá tókst Snorra sú valdasöfnun þar,
sem löngu var komin í verk í öllum breiðum héruðum
öðrum. Það landfræðihugtak, að Borgfirðingar og hérað
þeirra tveim megin Hvítár og fjarðar séu eining og ekki
svo tvískipt sem Ámesingar og Rangæingar, óx mest
upp af því verki Snorra.
Það hefur verið almenn skoðun um aldar bil og raunar
lengur, að samruni goðorða og samfærsla þeirra í hendur
héraðs- og fjórðungshöfðingja hafi verið meginorsök
þess, að friðaröld hélzt ekki 12. öldina út og höfðingjar
gátu aldrei gert með sér tryggar sættir á Sturlungaöld.
Satt er það, að samfærslan varð afdrifarík á margan
hátt,. en þó þarf þessi orsakaskýring endurskoðunar við.
Hvernig getur hún t. d. samrýmzt því, að 1100-1230 eru
öll meiri háttar víg nema Orms breiðbælings, sem Norð-
menn drápu, og tengdasonar hans 1221 og allar lang-
vinnar skærur á Islandi bundnar við þau héruð ein, sem
enn höfðu þrjá goða að jafnaði í þingi hverju, þ. e.
héruð vestan lands og við Eyjafjörð, en með öllum stærri
höfðingjum ríkti lengstum friður?
Öxarhögg Þorgils goða Oddasonar í þinghelgi 1120
gerir hann skógarmann um stund. Einar sonur hans og
Hvamm-Sturla deildu langa ævi og háðu bardaga; kot-
1) Jön JóhannesEon: Islendlnga s. I, 1958, 70.