Saga - 1960, Qupperneq 73
SAMHENGI MEÐ VELDAMYNDUN Á 12. ÖLD
65
hún mjög til þess að greiða fyrir sameiningu goðorða í
stærra veldi.
Til gamans má loks renna augum yfir togstreitu allt
til miðaldaloka um smækkun eða stækkun þingmannasveita
og síðast lögsagnarumdæma. Þrátt fyrir samruna á 12.
og 13. öld munu niðjar goðorðsætta gjaman hafa rifjað
það upp fram á 15. öld, að sögualdargoðorð voru smá
byggðarhöfðingjaveldi og talið þau nothæfa fyrirmynd, ef
fullnægja skyldi eftirspurn þeirra mörgu, sem gerast vildu
sýslumenn Danakonungs. Þótt hofsþjónustan, sem miklu
réð um byggðarhlutverkið fyrrum, ætti sér engar eftir-
stöðvar í prestshlutverki né valdsmanns eftir friðaröld,
hélzt þannig óbeint nokkuð af sérkennum smáskiptingar
frá 963 til vorra daga. Þótt straumur tímans á 12. öld
yrði henni of þungur, auðnaðist pólitískri hnignun af
frumstæðara tagi að endurreisa hana fám öldum síðar.
Víðlendi svæða, sem sameinuðust um vorþing fyrst eftir
landnám og aftur á friðaröld, var tilfært af sumum til
stuðnings kjördæmabreytingu 1959, um leið og þeir vitn-
uðu til norskrar kjördæmaskiptingar, sem er vestan fjalls
nokkuð hin sama og fylkjaskipting Gulaþingslaga var á
dögum Úlfljóts.
FimmtardómsgoSor&in og tilgátur um þau.
,,Vér skulum eiga dóm inn fimmta, en sá heitir fimmtar-
dómur. Mann skal nefna í dóm þann fyrir goðorð hvert it
forna, níu menn úr fjórðungi hverjum. Goðar þeir, er in
nýju goðorð hafa, þeir skulu nefna eina tylftina í dóminn,
þá verða fernar tylftirnar, og eru þá menn 'tólf úr fjórö-
ungi hverjum með þeim, en fimmtardómur skal þá ráöinn,
er fjórðungsdómar eru nefndir.“ Svo segir í Þingskapa-
þætti (Grág. Ia, 77), og orðalagið er vitanlega í föstu
framhaldi af þeim upphafskapítula hans, sem ég hef
i'ætt. Með því að nefna skal fimmtardóm samstundis
Sarja — 5