Saga - 1960, Qupperneq 74
66
FULL GOÐORÐ OG FORN OG HEIMILDIR FRÁ 12. ÖLD
fjórðungsdómum og sömu goðar nefna 3 tylftir hans sem
þeirra, gilda hér auðvitað sömu reglur hlutkestis, þegar
goðorð eru smærra deild, og sama 3 marka sekt, ef goði
nefnir í annan dóm en hann hlýtur. Sérákvæði önnur um
norðlenzka goða væru hér ástæðulaus og það því fremur,
sem frágangur þessarar greinar í Þingskapaþætti hlýtur
að vera jafnungur og á upphafskapítulanum, sbr. bls.
53—54 að framan.
Sá kap. gerir ljóst, að sum þing séu slitin, norðlenzk
þing ekki haldin fjögur (sennilega orðin tvö) og vald-
hafar fornra goðorða þeirra sjálfsagt orðnir færri en
níu, en hafa, eins og í lögréttu 1262, fyllt 12 miðpalls-
sæti lögréttunnar með því að taka með sér bændur úr
héruðunum fjórum.
Þetta eru einu lögbókarheimildir, sem við höfum um til-
veru hinna nýju goðorða, og þegar Konungsbók var
skrifuð um miðja 13. öld, þurfti einskis um tölu þeirra
að geta, nema þau hljóta þá að reiknast tólf, fyrst hand-
hafar þeirra nefna tylft manna í dóminn.1*
En fyrst sérstakur handhafi „nýs goðorðs" er ófinn-
anlegur í heimildum og embættisheitið „nýr goði“ að-
eins nútímaímyndun, verður að hafa heldur hitt fyrir
satt, að yfirráð allra 12 nýju goðorðanna á 12.—13. öld
hafi þá verið í höndum héraðshöfðingjanna og þeir ráð-
ið fimmtardómsnefnu beint eða gegnum fulltrúa sína
(í lögréttumannahópi). „Nýtt goðorð“ var ekkert veldi
í héraði, fyrst enginn heimildarvottur er slíks; það var
aðeins tiltekið alþingisstarf, gat hugsazt sem eign hand-
hafans, en fremur sem umboð til meðferðar goðorðs, er
höfðingjar ættu vald yfir.
Valdaeðli stærstu 12. aldar höfðingja, t. d. Jóns Lofts-
sonar, fól það í sér, að þeir hafa hlotið að sækjast eftir
1) Grág. III, 618. Þar lýslr Vilhjálmur Finsen þvl sem elnfaldri staöreynd, að öll tólf
séu þau stoínuö um leiö og ílmmtardómurlnn og hafi ekkert lagalegt hlutverk átt nema
dómnefnuna til hans. Allt, sem menn hugsa sér um þau goöorö umfram þetta, mega heita
tilgátur, sem enginn má selja dýrar en hann keyptl.