Saga - 1960, Qupperneq 75
FIMMTARDÓMSGOÐORÐIN OG TU.GÁTUR UM ÞAU
67
sem mestum fimmtardómsvöldum, helzt eftir alræði um
val þeirra þriggja samfjórðungsmanna sinna, er sætu í
fimmtardómi fyrir hin nýju goðorð. Miklu auðveldara
hefur verið að ná eignarhaldi á hverju nýju goðorði en
hinum fornu og fullu, sem héraðsvöldin voru undir komin.
Óáþreifanleiki hinna nýju goðorða í heimildum 13. aldar
bendir til, að þá hafi þau fyrir löngu verið komin í
öruggan samastað örfárra ætta.
Nú skal getið skýringartilrauna. Óhætt þykir að segja,
að annaðhvort séu þetta þau goðorð, sem hétu forráðs-
goðorð í Hænsa-Þóris sögu, eða það hafi verið eiginleiki
fullra goðorða og fornra að vera forráðsgoðorð. Hinn
síðari kostur einn er réttur, ef að er gætt. Tungu-Oddur,
forn goði,, er nefndur „forráðsmaður héraðsins" í Hænsa-
Þóris s., og þess konar orðalag um mannaforráð, goð-
orðs forráð og meðför var alltof vakandi í vitund manna
seint sem snemma á þjóðveldisöldum til þess, að í sömu
sögu skytist inn forráðsgoðorð með þveröfuga merking
í fyrrihluta orðs. Þegar nútíðarmenn búa til orðið ,,for-
ráðsgoði" til að tákna þá goða eina, sem aðrir hafi öll
forráð fyrir, þyrftu þeir að sjá til þess, að ráðsmaður
sé sá nefndur, sem eigi ræður fyrir búi, og að forystu-
sauður tákni ekki annað en þann sauð, sem aðrar kindur
hafa forystu fyrir.
Heimildagagnrýni Barða Guðmundssonar í greininni
Goðorð forn og ný var með óvanalegum hætti. Hann taldi
Konungsbók (samkvæmt tilgátu Guðbrands Jónssonar)
ekki ritaða, meðan lög hennar voru í gildi, heldur eftir
að minning um þingsköp Sturlungaaldar hafði máðst út
°g löglesinn eftirritari hafi því skrifað óvart „alþingis-
nefna“ í Lögréttuþætti, þar sem í frumriti hlyti að hafa
staðið lögréttuskipun. M. ö. o. skyldi Grágás hvergi talin
ábyrg lögbók þannig,, að orðin hafi sagt veruleika gildandi
réttar það ár, sem þau komust í núverandi form, því að
klaufskur ritari Konungsbókar sem er lögbókanna elzt