Saga - 1960, Page 76
68
FULL GOÐORÐ OG FORN OG HEIMILDIR FRÁ 12. ÖLD
og bezt, hafi haft réttarvitund óskylda Grágás. En að
fráskildum þessum slysagötum úr tíð Hákonar konungs
háleggs (ef ekki síðar) telur Barði þess traust vitni,
að 1117—18 hafi allur þorri þágildandi laga verið vand-
lega í letur færður og þá skráðar sem nákvæmast eftir
uppsögn Bergþórs lögsögumanns allar höfuðgreinar Þing-
skapa- og Lögréttuþáttar, ,,enda hafa þær eflaust um
langan aldur fylgzt að í lagauppsögn lögsögumanna, áður
en lögin voru skráð.“ Margt þykir honum benda „ótví-
rætt í þá átt að þær hafi að efni til komizt óskaddaðar
gegnum hreinsunareld afskriftanna. Um orðfærið má víst
segja hið sama."1) Þessar forsendur ráða ályktunum
Barða.
En rithönd Konungsbókar hefur sá maður átt, sem var
jafnaldri Sturlu Þórðarsonar (d. 1284) eða eldri og hlaut
að bera með sér glöggt skyn veruleikans í hverju orði
helztu ákvæða um þinghald. Tortryggni Barða og annarra
gegn honum að því leyti er tilefnislaus, og alþingisnefna
er réttmæli þama. Að öðru leyti er ófært að fyrirlíta
eins og Barði alla rökræðu um viljandi gerða ritaldar-
röskun á Þingskapaþætti. Tröllatrú Barða (frá Finni
Jónssyni) á það, að hvorki við umsamninguna 1117-18
(sögn Ara) né á skeiðinu 1118-1250 hafi menn viljað
stytta né lengja né orða að nýju hinar umræddu for-
sagnir um dóma alþingis, stríðir gegn öllu því mati,, sem
fræðimenn leggja nú orðið á texta lögbókanna og þróun
þá, sem hann hefur hlotið að verða fyrir á þessu skeiði.
Það er því ófært að varpa ábyrgð á Grágásarorðalagi
á herðar lögsögumanna fyrir 1117 eða þegna Hákonar
háleggs, þegar náttúrlegri skýringar orðalagsins finnast
seint eða snemma á skeiðinu 1117-1262.
Því næst beindist gagnrýni Barða að þeirra ósparsemi
í löggjöf Skafta Þóroddssonar, að í fimmtardóm skyldu
nefndir 48 menn, þótt eigi skyldu nema 36 dæma þar í
1) Skimir 1937, 59-61.