Saga - 1960, Page 77
FIMMTARDÓMSGOÐORÐIN OG TILGÁTUR UM ÞAU
69
hverju máli, en hvor málsaðili átti, áður en dæmt var,
að ryðja 6 mönnum úr honum án þess að segja ástæður
til þeirrar burtkvaðningar hvers um sig. Segir Barði
fjórðu tylftina hljóta að vera nefnda í dóminn sökum
þess eins, að einhver aukagoðorð hafi áður verið til,
sem enga dómnefnu höfðu fengið í fyrri 3 tylftir dómsins
né í fjórðungsdóma. „Aðra nauðsyn gat ekki til þess
borið að „nefna“ 48 dómendur í 36 manna dóm.“
Hitt hafa menn þó jafnan haldið, að Skafti hafi viljað
tryggja málsaðilum tækifæri til að gera dóminn sem
óvilhallastan með því, að þeir ryddu hvor um sig burtu
líklegum andstæðingum sínum. Jafnframt því var þátt-
taka 12 valdlausra goða í dómnefnunni skoðuð sem merki-
legt spor í lýðræðisátt.
f Njáls sögu (97. kap.) segir frá setningu fimmtar-
dómslaga og upptöku nýrra goðorða, og veit höfundur
sýnilega ekki um fjölda þeirra, né hver þau voru, og
tilnefnir þó tvö, sem voru norðlenzk: Melmannagoðorð
í Miðfirði og Laufæsingagoðorð í Eyjafirði, en þriðja
goðorð fær hann Höskuldi Þráinssyni,. tilhæfulítið. Vitað
þykir úr eldri heimildum, skráðum á Sturlungaöld, að
þetta hafi verið goðorð eða goðorðspartar, sem héraðs-
völd fylgdu og eflaust venjulegur dómnefnuréttur á al-
þingi. Þau gátu því ekki verið mynduð af þeirri rót
einni, sem Njála tilgreinir, og virðist höfundur hennar
hafa misnotað skáldskap Bandamannasögu um upphaf
Melmannagoðorðs, sem á að gerast nærri miðju 11. aldar,
til að gera sinn skáldskap trúlegri lesendum en ella væri.
Um óáreiðanleik Njálu dæmir Barði rétt í grein sinni,
°g það er ekki hægt að treysta neitt á hana sem vitni
uni það, að Melmanna- og Laufæsingagoðorð hafi á 13.
ökl borið með sér, að þau væru ný goðorð og sneydd
eiginleikum fornra goðorða og fullra.1’
3> Jðn Jöhannesson: fslendinga s. I, 79, sbr. 279 um afleldda ályktun þess.