Saga - 1960, Side 78
70
FULL GOÐORÐ OG FORN OG HEIMILDIR FRÁ 12. ÖLD
Hér er ekki þörf á rökræðu um það, hver af norðlenzku
goðorðunum 12 kunni að vera nýmyndanir frá því um
963, því að þau skáru sig aldrei síðan neitt úr öðrum
norðlenzkum goðorðum. Að því er varðar tilgátur Barða
um það, finnst mér einkar trúlegt, að niðjar Helga magra
hafi til 963 eigi viljað fleiri en þrjú goðorð í austur-
helmingi Norðurlands og tilvera Ljósvetningagoðorðs
hafi þá og ætíð orðið þeim þyrnir í augum. En deila,
sem útkljáð var með fullum jöfnuði 963 samkvæmt vitnis-
burði Ara og Lögréttuþáttar, verður trauðla vakin til
framhaldslífs af eyfirzkum hugsuði 20. aldar.
Eitt af meginatriðunum í grein Barða er sú tilgáta, að
enginn nýr maður hafi orðið goði með fimmtardóms-
lögunum um 1005, heldur hafi það eingöngu verið þeir
tólf miðpallsmenn lögréttu, sem Þórður gellir hafi aukið
við miðpallsmannatöluna 963 og skilgreindir eru í Lög-
réttuþætti. Barða þótti varla gerlegt að ætla, að hinir
39 hafi skert alræði sitt. Hann gerir skýrlega grein fyrir
aðalvanda heimildaskýringar um þetta á 13. öld, er öll
goðorð og eigi sízt nýju goðorðin voru lengst í höndum
örfárra manna, og segir: ,,Eftir umrót Sturlungaaldar
hefir óefað oft reynzt erfitt að henda reiður á því,
hvað verið höfðu fom goðorð og ný og hvort það voru
heil goðorð eða goðorðshlutar, sem gengið höfðu í ein-
stökum ættum. En einmitt eftir að landið komst undir
Noregskonung, hefir það orðið brýn nauðsyn að greiða
vefinn sundur. Höfðingjamir kröfðust þess, að sýslu-
völd væri veitt eftir því, hverjir það voru, sem fyrrum
höfðu gefið upp goðorðin“ (bls. 75). Hann gengur eins
og allir fræðimenn út frá því, að ný goðorð væru eign
goðans, arfgeng og seljanleg. En einmitt þess vegna hygg-
ur hann fomu goðana strax um 1005 hafa bætt þeirri
eign við vald sitt (Norðurland undantekið) og aðeins fal-
ið hinum níu miðpallsmönnum meðför nýrra goðorða, án
minnsta eignarréttar eða áhrifa utan alþingis. Ástand,