Saga - 1960, Side 79
FIMMTARDÓMSGOÐORÐIN OG TILGÁTUR UM ÞAU
71
sem virðist staðreynd á 13. öld, telur hann, að því er þetta
atriði varðar, hafa skapazt þegar um 1005. Ég gæti einn-
ig hugsað mér það.
Skilgreining Lögréttuþáttar á níu miðpallsmönnum
úr Skálholtsbiskupsdæmi til mótvægis móti goðafjölda
Norðurlands kann, eins og Barði segir, að vera úr 11.
aldar lögsögn og þess vegna miður nákvæm um seinni
tíma. En úr raunveruleik 12.—13. aldar er þó sprottin
setning síðar í Lögrþ. (Grág. Ia, 215 efst), þar sem ein-
hver dómnefna á alþingi virðist ætluð sérhverjum mið-
pallsmanni, og hlýtur það, að því er hina umræddu 9
menn varðar, að vera fimmtardómsnefnan ein og þeir
uppbótarmenn séu, eftir að svo langt er liðið á aldir,
látnir fara með 9 hinna nýju goðorða. Möguleiki til að
fara kringum þá setning og neita, að hún innifeli dóm-
nefnu þessara 9, kynni að vera til og þó rýr. Af henni
og öðrum óbeinni líkum ályktaði Barði, að lögin frá 1005
hafi frá fyrs.tu verið þannig, að 48 sæti fimmtardóms
hafi verið skipuð þeim mönnum, sem hver og einn hinna
48 miðpallsmanna lögréttu nefndi fyrir sig og aðrir hand-
hafar nýrra goðorða hafi aldrei verið til. Þessi skoðun
hans nýtur almenns fylgis. Umbóta þarf hún þó.
Það eitt í henni hlýtur að vera rangt, að 3 af fornu
norðlenzku goðorðunum, lögfestum 963, hafi heitið „ný
goðorð“ og verið skert framar öðrum norðlenzkum goð-
orðum. Við getum ekki vitað nákvæmt, hvemig hluta-
skiptareglu hefur verið beitt á 11. öld við tilnefning þriggja
af fimmtardómsmönnunum, sem norðan komu, en við
goðafækkun 12. aldar hlaut að verða auðvelt að færa
tilnefning þeirra í svipað horf og í öðrum fjórðungum
og láta eldri formúlu fyrir því týnast úr Þingskapaþætti.
Ber hér enn að sama brunni og fyrr, að ýmsar greinar
hans og Lögréttuþáttar hljóta að vera orðaðar upp löngu
eftir 1117.
1 Srein minni hefur verið reynt að samræma samrýman-
legar skoðanir og gera um leið fáeinar breytingar stjórn-