Saga - 1960, Side 84
Nohbar athugasemdir um upphæð manngjalda
eftir Magnús Má Lárusson prófessor.
Um manngjöld hefur margt verið ritað og um þau
deilt. Virðist svo, að venjulegt orðalag íslendingasagna
sé að nefna þau að upphæð hundraö silfurs.
Síra Arnljótur Ólafsson og Björn Magnússon Ólsen
héldu fram, að hundrað silfurs væri fjögur hundruð lög-
aura í vaðmálum, þ. e. 480 álnir, í andstöðu sinni við nið-
urstöðu Valtýs Guðmundssonar, er taldi það 15 merkur
brennds silfurs, en Einar Amórsson taldi hundrað silf-
urs vera 120 aura silfurs, með vaðmálsgengi 1:4 eða 24
hundruð álna. Slíkt hið sarna hafa fleiri gert. Úr því
að svo glöggir menn halda fram jafn miklum greinar-
mun, er ef til vill gerlegt að taka málið upp til nýrrar
athugunar.
Því miður er það svo, að flest öll skiptin, sem Islend-
ingasögur, Biskupasögur og Sturlunga greina frá upp-
hæðum vígsbóta, þá er það í sambandi við sættargerð.
Þá hlýtur umsamin bótahæð að vera allmiklu hærri en
niðgjöldin, því á þann veg varð komizt hjá féránsdómi
og fjörbaugsgarði eða skóggangi. Nokkur dæmi eru, þar
sem álíta má, að niðgjöld komi fram, en þá eru þau til-
greind sem hundrað silfurs og veita því ekki saman-
burðardæmi. Það má þó nefna, að örfá dæmi eru tilgreind
sem 15 hundruð þriggja álna aura, en eigi er öruggt,
að sú upphæð sýni einföld niðgjöld.
Höfuðheimild um hundrað silfurs er í Konungsbók Grá-
gásar, Grg. I b 192. Þá sömu er að auki að finna efnis-
lega samhljóða í AM 624 4to, Grg. III 462. Athugasemd
þessi hefur í senn verið fróðleiksklausa og nauðsynleg
til þess að geta ákvarðað niðgjöld reikningslega. Niðgjöld