Saga - 1960, Síða 85
NOKKRAR ATHUGASEMDIR UM UPPHÆÐ MANNGJALDA
77
voru vissulega ákvörðuð í silfri með Baugatali, en hitt
er líka staðreynd, að silfur mátti leysa með öðrum lög-
aurum, þ. e. landaurum: kúm, ám o. s. frv. Eigi er þýðing-
arminns.t, að til eru tveir ef ekki þrír reikningar silfurs.
Það má sennilega álíta það gefið mál, að sá, sem sem-
ur klausuna í upphafi, miði við sitt silfur og að hundrað
silfurs sé í einingum, er honum eru tamar og kunnar.
Hundrað silfurs virðist vera ungt hugtak, sem fyrst og
fremst heyrir tíma sagnaritunarinnar til. Þar er eftir-
tektarvert að bera saman Vatnsdælu og Landnámugerð-
irnar, því heimildir Landnámu (L) eru ítarlegrri að álit-
um, en Vatnsdæla setur í stað þeirra hundrað silfurs,
þegar um verðákvörðun er að ræða. Sjá dæmin: L (útg.
1925) 99lð — V, kap. 25; L 100K = V, kap. 29; L 100„
(Óttarr gal.t)=V, kap. 39; L 100n (tóku CC)=V, kap. 44.
Texti Konungsbókar segir, að hundrað silfurs er fjög-
ur hundruð og tuttugu álna vaðmáls, en 624 fjögur hundr-
uð vaðmála. Texti Konungsbókar hefur verið túlkaður
sem 24 hundruð álna, en litið á texta 624 sem spilltan.
Aðrir hafa litið svo á, að 20 álnir Konungsbókar væru
hið lögskipaða ofanálag, þumlungur á alin, en rök liggja
til þess, að öln hafi verið 24 þumlungar, sbr. íslenzkar
uiælieiningar, Skírnir 1958, bls. 214. í sömu ritgerð er
hent á dæmi frá lokum miðalda, er geta ofanálagsins í
greiðslum, bls. 239.
Nú ber að líta á, að textinn ætlar sér að lýsa ástandi
UBl árið 1000, en er hins vegar færður í letur um eða
eftir 1200; að sjálfsögðu ekki síðar en Konungsbók. Og
kemur þá til athugunar, hvort ekki sé miðað við annað
uuratal en 6 álna eyri, og koma þá þriggja álna aurar
■^Jög svo til greina.
Báðir textar segja, að eyrir silfurs verði að hálfri mörk
vaðmála. Hálf mörk er í auratali 4 aurar. Þá er upp-
seðin í sex álna aurum 24 álnir, en 12 álnir í þriggja
a na aurum. Fjögra álna aurar voru til um 1100, en í