Saga - 1960, Page 88
80
NOKKRAR ATHUGASEMDIR UM UPPHÆÐ MANNGJALDA
og 6 álnum eða U aurum silfurs. Álnirnar 6 eru senni-
lega ofanálag á 6 feldi, alin á feld. Gera má ráð fyrir,
að bæta skuli þumlungi ofan á alin, og gert er ráð fyrir,
að 24 þumlungar séu þá í alin, eins og í framangreindu
máli. Þá verða feldirnir 6 samtals 144 álnir á lengd,
og verður þá hver eyrir silfurs að 36 álnum. Sé þessi at-
hugasemd rétt, veitir hún skoðun höfundar klausunnar
í Konungsbók mikinn styrk. ,Feldur‘ væri þá samnefni
fyrir ,voð‘, sem er tæknilega heitið í heimildum s. hl.
miðalda fram úr. í Miðsögu Guðmundar góða segir, að
hann og félagar hans voru krafnir um landaura í Suður-
eyjum 1202, og var upphæðin á mann hundrað vaðmála.
Er vafalaust um stórt hundrað álna, en ekki aura að
ræða. Hér skal bent á, að lengri alin, er skiptist í 20
þumlunga, gæfi útkomuna 120 álnir, og væri eyrir brennds
silfurs þá 30 álnir. Fræðilega mætti gera ráð fyrir, að
í tölunni 144 fælist tylftarhundrað eða 12X12, en vegna
tíundarreiknings kirkjunnar o. fl., er byggir á tíutuga-
hundraði, þyrfti að gera breytingar á lengdarmáli, vegna
þess að reikna þurfti 1 einingu, sem er miðhlutfalla við
144 og 100, en það er 120. Vaðmál eru þá þegar verð-
mælir; ákveðin lengd þess hefur ákveðið verð. Venju-
lega er hlutfallið milli styttri álnar og lengri talið vera
7/6 eða 1,16. ., sbr. Skírnir 1958, bls. 213, en fái fram-
angreind athugasemd staðizt, ætti hlutfallið í upphafi
að hafa verið 6/5 eða 1,2 móti einum. Eigi er ljóst, hve-
nær eða hvort breyting þessi, sem fræðilega er hugsan-
leg, hafi þá gerzt, en fjárlagið elzta virðist leggja til
grundvallar lengri alin í skilgreiningu eyris; hins vegar
eru notaðar styttri álnir, þumalálnir, til að skilgreina
vararfeld. Til þess að brúa bil frá 1000 til 12. aldar í
sömu einingum, gæti komið til greina að reikna gengi
silfureyris 30, en ekki 36 álnir (1:5).
Að hundrað silfurs geti merkt 120 aura silfurs, fengi
því aðeins staðizt, að lesið verði 24 hundruð úr Konungs-