Saga - 1960, Side 90
82
NOKKRAR ATHUGASEMDIR UM UPPHÆÐ MANNGJALDA
sé silfrs litr á en messingar ok þoli skor ok sé jafnt utan
sem innan. Enda er rétt at gjalda þat í lögaurum öllum.
Sbr. svo Grg. I b 192: bleikt silfr ok skyldi halda skor
ok vera meiri hluti silfrs. — III 462: átti halda skært ok
vera meiri hluti silfrs.
Eins og sjá má af lögtextunum, er um sama silfur að
ræða. Textinn, sem tilfærir gengið eyrir jafn mörk lög-
aura, þ. e. 1:8, skilgreinir silfrið með sama hætti og
niðurlag Baugatals.
Það er þá næst að athuga, hvernig Baugatal kemur sam-
an við örtugsreikning annars vegar og aurareikning hins
vegar.
Heildarbætur virðast hafa verið 15 merkur rífar.
Sé upphaflegt verð kýrinnar 2.5 aurar silfurs yrðu
48 kúgildi úr 15 mörkum brennds silfurs. Með tveggja
aura verði yrðu 60 kúgildin.
Sér reiknað með silfurgengi 1:8, eyrir = 48 álnir, en
kúgildi 96 álnir, verður upphæðin 15X8X48 = 48X120
álnir eða 60 kúgildi. En sé gengi silfurs lækkað um helm-
ing verður kúgildatalan 30. Silfurgengi 1:7.5 og 1:6 gefa
auðvitað og 60 kúgildi, virt til tveggja aura silfurs, eða
helmingi lægri tölur með hálfu gengi, eins og auðséð er.
Þessi aðferð til lækkunar byggir á áðurnefndri for-
sendu, að forna silfrið sé hálfu verra, sem fær ekki stað-
izt. Niðurlag Baugatals nefnir hins vegar, að leiðréttingar-
gengið er 1:3, eins og sýnt verður á eftir. Kúgildatalan
er því 60:3 = 20. Greiðslan fer þá fram með töldu nafn-
verði.
Með öðrum orðum má lýsa hlutfalli þessu svo, að þrír
aurar taldir geri eyri veginn. eða að eyrir talinn geri
örtug veginn.
120 aurar taldir gera 120 örtuga vegna.
Þessu tali bregður fyrir í Jónsbókarhandritinu AM
173 b 4to, sbr. Jonsbogen 1763, formálann, bl. 8 b, og
Farmanne-Lov, kap. 29, sbr. Jónsbók 1904, bls. XLVL