Saga - 1960, Side 91
NOKKRAR ATHUGASEMDIR UM UPPHÆÐ MANNGJALDA
83
En hið sama má og finna tvívegis í AM 732 b 4to frá
upphafi 14. aldar, sbr. Smástykker, bls. 187 og 190, og
segir þar m. a.: „Það er tíðast, að 3 merkur gangsilfurs
sé í móti einni skírri“.
Nú gerir niðurlag Baugatals ráð fyrir því, að eyrir
sé 10 peningar, en skýringargi’einin um hundrað silfurs
segir, að þeir séu 60, en bætir því við, að jafnt hafi þá
verið vegið og talið. Þetta þarfnast skýringar, sem reynd-
ar er auðsæ. Niðurlag Baugatals er skýringargrein til
þess, að ákvæði þess til gjalda séu framkvæmanleg á 13.
öld. Niðurlagið miðar við peningagreiðslu, en talinn eyrir
er verðmæti, sem á vog gerir örtug brennds silfurs, og
eru þá eins og vera ber 240 peningar í hinni vegnu mörk,
sem er brennds silfurs, — skært eða skírt silfur. — Mun
svo vera á þeim stöðum í Grágás, þar sem sagðir eru 10
peningar í eyri, að átt er við eyri talinn. Viðaukaákvæðið
sérstaka í Kristnum rétti forna í Staðarhólsbók, Grg. II
32, um þá, sem fara helgan dag úr Vestmannaeyjum eftir
að hafa setið þar veðurtepptir eða fara með farm, segir
skilmerkilega, að gjalda skuli pening veginn fyrir hvem
mann. Miðað við, að eyrir brennds silfurs sé 45 álnir,
yrði lausnin þá li/o alin á mann. Og í Baugatali, Grg. I a
195 og 201, er tvívegis skýrt tekið fram, að átt er við
Peninga vegna.
En í Grg. I a 192 segir eins og í niðurlagi Baugatals,
að peningur skuli vera tíundi hluti eyris, sá sem frelsingi
a að gefa goða þeim, er hann leiðir í lög. Hér bregður
aftur fyrir hlutfalli 1:3. Frelsinginn á þá að gefa Vio
ur örtug, sé í silfri greitt, eða pening. I álnum yrði það
lx/2 alin, sé gengi 1:7Vá, en 1 alin, sé miðað við leiðrétt
Sengi landaura, 1:5. Annars er lagastaður þessi og eink-
Um upphaf hans einkennilegt. Skýringargreinin um hundr-
að silfurs leggur hins vegar til grundvallar vonda hálf-
gddings-peninga síns tíma, sem eru höfundi hennar veru-
leiki. Hann telur 480 peninga síns tíma í hinni fornu