Saga - 1960, Blaðsíða 93
NOKKRAR ATHUGASEMDIR UM UPPHÆÐ MANNGJALDA
85
verðlag voru lögbundin óbreytileg með ákvæðum Jóns-
bókar.
Á hinu leikur ekki heldur vafi, að upprunaleg upphæð
manngjalda í kúgildum hafi verið 48 eða 60, allt eftir
því, hvort reiknaðir eru 2.5 aurar eða 2 í kú, en menn
hafa þá, rétt eins og nú, tekið tillit til gengisbreytinga.
Og verðfall á silfri hlýtur fljótlega að segja til sín, þegar
grunngjald er ákveðið í því, en menn vinna greiðslu af
hendi með nafnverði.
Hitt er staðleysa að halda, að lögsilfrið forna hafi verið
helmingssilfur, þótt sá, er þetta ritar, hafi gerzt sekur
um það á öðrum vettvangi, en fyllti þá hóp ágætra manna.
Að endingu skal á það bent, að manngjöld voru 15
merkur í Skánsku lögum, svo sem Einar Arnórsson bend-
ir á í ritgerð sinni, en um 1200 voru þau hækkuð í 40
merkur; hækkun, sem nemur 266%%, og sýnir það mikið
verðfall silfurs, eða nákvæmar til orða tekið er það ábend-
ing um verðfall silfurs annars vegar og hækkandi vöru-
verð hins vegar. I Noregi og Svíþjóð tíðkast þá og 40
marka bætur, sem í Noregi samkvæmt réttarbót Hákonar
gamla um niðurfærslu sakeyris höfðu numið 16x120 álnum,
en voru lækkaðar í l/3 þess, sbr. þegngildi Jónsbókar.
Manngjöldin hundrað silfurs hér á íslandi hafa verið
bundin við fyrri hluta aldarinnar þrettándu, og bera
heimildirnar í því merki síns tíma, er þær voru færðar
í letur.
Aðeins má enn á það drepa, hvað lesa megi úr stað-
reyndum þeim, sem hér hafa verið lagðar fram.
Staðrejmdir þessar sýna, að á 13. öld ríkir hér ná-
kvæmlega sama ástand í peningamálum og í Noregi,
sbr. NK XXX. Enda má gera ráð fyrir, að verzlunin hafi
þá þegar um langt skeið verið aðallega í höndum Norð-
manna og annarra erlendra manna. Kaupmáttur peninga