Saga - 1960, Page 94
86
NOKKRAR ATHUGASEMDIR UM UPPHÆÐ MANNG JALDA
(myntar) minnkar og vöruverð fer stórhækkandi, eink-
um á lífsnauðsynjum. Er það almennt fyrirbrigði í Ev-
rópu allri á 12.—14. öld. Hér skal aðeins bent á eina tölu-
lega staðreynd þessu viðkomandi. I Englandi er verð
1 einingar hveitis 534 einingar silfurs á árabilinu 1160
—79, 1140 ein. árin 1240—59, en 1491 ein. 1280—89, sbr.
The Cambridge Economic History of Europe, II., bls.
166, og meðfylgjandi línurit, byggt á þeirri heimild. Or-
sakirnar eru nýmyndun borga, aukin verzlun og viðskipti
og svikin mynt.
óljóst er enn, hvenær verðbólga þessi fer fyrst að gera
vart við sig hér á landi. En sennilega kemur hún fram
þegar um 1100. Kaupmáttur peninga, þ. e. silfurmyntar,
dvínar ofan í helming um eða uppúr miðju 12. aldar og
er örugglega komin ofan í 1/3 hér á landi um miðja 13. öld.
Hins vegar hamlar það nokkuð á móti dýrtíðinni, að
innlend mynt er engin til. Hér er annars vegar stuðzt
við málmgildi silfurs eða gulls, og þar til tryggingar er
hið merkilega ákvæði um lögsjáendur, virðingarmenn, í
hvert sinn, er greiðsla fer fram í verðmálmi. Hins vegar
er svo hinn innlendi verðmiðill, eyrir 6 álna vaðmáls.
Hann heldur furðanlegu jafnvægi, þar sem hann er „skráð-
ur“ á móti gulli; eyrir gulls er 3 hundruð vaðmála, jafnt
á þjóðveldisöld sem á Jónsbókartímanum. Á útflutnings-
markaðinum hlýtur hann að hækka eins og aðrar vörur,
eins 0g sést af dæmi því, sem nú skal tekið.
Eina erlenda vörutegundin, sem kemur skýrt fram með
tilgreindu verði í heimildum beggja ofangreindra tíma-
bila, er vax. 1 fjárlaginu elzta er mörkin af þeirri vöru-
tegund virt á 14 eyri, þ. e. 3 álnir, sbr. DI I 166, 318;
en í Jarteinabók Þorláks annarri frá f. hl. 13. aldar segir,
að kona hafi keypt mörk vax átta álnum, Bps. I, bls. 221,
Rvík 1947. Þar hefur vaxið stigið í verði 266Va%. Sama
verð kemur fram í Kálfholtsmáldaga, DI II 698, þótt þar
sé gert ráð fyrir, að hann sé frá 1332.