Saga - 1960, Side 95
NOKKRAR ATHUGASEMDIR UM UPPHÆÐ MANNGJALDA
87
Jónsbók, Kp. 6, setur vaxmörkina í eyrisverð, þ. e.
6 álnir, sbr. DI II 170. Hún er þá felld um 25%,
hliðstætt við silfrið. Framangreindar heimildir tvær
fella silfrið með þeim hætti, að 10 aurar silfurs skuli
vera á móti eyri gulls. En á þjóðveldistímanum höfðu
8 aurar silfurs jafngilt eyri gulls.
Áður hefur verið drepið á fjárlagið, sem talið hefur
verið elzt, og á það bent, að kúgildið þar muni vera talið
120 álnir. Hundraðslag kúgildis kemur örugglega fram
í Helgafellsklaustursmáldaga 1186, sem einnig er sæmi-
lega öruggur að ársetningu, DI I 282. Sama kemur og
fram í yngri hluta elzta Húsafellsmáldaga, sem örugg-
iega tilheyrir sama tíma, DI VII 2. Einfaldast er að álíta,
að hundraðslag kúgildis komi fram við það að reikna
kúna 21/2 eyri silfurs með gengi 1:8; þinglagið væri þá
e. t. v. 2 aurar eða 96 álnir. En í fjárlaginu áðurnefnda
er eyrir silfurs talinn 45 álna. Ætti kýrin eftir því að
vera 112,5 álnir. Einfaldast er þá að líta svo á, að raun-
verulegt verð kúgildis hafi hlaupið fram úr nafnverði,
— verið 21/3 aurar silfurs — enda er talan 112,5 reyndar
gersamlega óhæf til reiknings á þeim tímum. Eftir er
svo að leiðrétta gengið í silfurreikningi. Ársetning Jóns
Sigurðssonar á fjárlagi þessu fer ekki mjög fjarri lagi.
E. t. v. væri rétt að þoka henni aðeins nær aldarmiðju
12. aldar. Hins vegar virðist fjárlagið úr Árnesþingsókn
ársett helzt til seint. Svo og alþingislögin um pundara
og sektir þeirra, er mæla eða vega rangt, DI I 311—15.
A. m. k. er svo að sjá af Sturlu sögu kap. 25, (Sturlunga
1» Rvík 1948, 158), að skömmu eftir sættina eftir Heiðar-
víg 1171 hafi verið höfðað mál á grundvelli laga þess-
ara. Vert er að taka fram, að kýrin kálfbæra er í því
fjárlagi virt til 90 álna, og ætti það að vera þinglagið
4:5. I Belgsdalsbók stendur fjárlagið á undan lögunum
Um pundara, en á eftir þeim lögum stendur önnur kaup-
setning úr Árnesþingsókn, sem sennilega er yngri, DI I