Saga - 1960, Blaðsíða 99
NOKKRAR ATHUGASEMDIR UM UPPHÆÐ MANNGJALDA
91
Línurit um íslenzkar verðhækkanir 11.—13. aldar. — Punkta-
línan efsta, er hefst á tölunni 75 (álnir) og lig'gur um punktana
90 og 112.5 upp í 120, sýnir hækkun á verðgildi kýrinnar úr 75
álnum í 120 álnir = C vaðmála, er hún er talin 2.5 aurar silfurs.
Eyrir silfurs er sýndur með línunni, er hefst á 30 (álnum) og ligg-
ur um punktana 45 og 48, en hrapar svo í 36 sökum verðhækk-
unar vaðmáls á erlendum markaði fyrir og eftir 1200.
Punktalínan, er hefst á 60 (álnum) og liggur um punktana 72,
90, 96 og endar í 120, sýnir gildi þinglagskýrinnar, 2 aura silfurs.
Þeirri línu til áréttingar er efri línan, sem hefst í 30 (sem táknar
fullvirði myntar í byrjun skeiðsins) og hækkar allt upp undir 90,
lokastigið á s. hl. 13. aldar, þegar 3 peningar taldir eru peningur
veginn. Á miðri hækkunarleið línunnar er merki, sem táknar hálf-
fallna mynt og kemur því beint niður undan punktinum 90 á línu
þinglagskýrinnar.
Eftirtektarvert er, að þinglagskýrin er í raun réttri þvinguð upp
í sama verð og 2.5 aura kýrin vegna verðfalls peninganna. Enn-
fremur, að á sama tíma og eyrir silfurs ætti að vera 60 álnir, þá
er hann skráður 36 álnir, þegar kúgildið í þinglagi er 120 álnir.
Sýnir það, eins og bent hefur verið á, að vaðmál hefur hækkað
stórlega í verði auk þess, sem silfur lækkaði. — Neðst er sýnt verð
á vaxi á 12. og 13. öld.
SUMMARY
This paper shows that the concept hundrað silfrs as wergeld is
to be understood as 120 thirds of an ounce (örtugr) of refined silver
on scales, but the nominal worth is 120 ounces (aurar). It also shows
that it is fallacious to presume the ancient lawsilver (lögsilfr it
forna) being of half the worth of ,,burnt“ or common refined silver.
It also shows how the common European rise of prices, especially
on food, is reflected in the Icelandic sources of the 12th and 13th
centuries, when the price of a cow rises from 2 ounces of silver to
3%, which is a fact about 1250, when coins had dropped to % of
the worth of refined silver of the same denomination on scales.