Saga - 1960, Qupperneq 101
ÚR MEREGARTO
93
dem XI. Jahrhundert, Prag 1834. Nafnið Merigarto stend-
ur eigi í handritinu, en var gefið kvæðinu af útgefanda,
sem tók það úr goðafræði Grimms (J. Grimms Mytho-
logie) bls. 754, en þar táknar það hafgirt svæði, jörð
eða heim. Nafnið þykir vel til fundið, af því að kvæðið
hefur að geyma brot úr heimslýsingu og eins konar jarð-
fræði, sem er á engan hátt frumleg og hvílir á eldri rit-
um, einkum XIII. bók Isidorusar um vatn, haf, flóð og
fjöru. Isidorus var biskup í Sevilla og samdi verk sitt
á árunum 622—’33, (sjá Sögu II. 4, bls. 456). Á einum
stað bókfærir höfundur kvæðisins þó að nokkru nýtt efni,
en þar segir frá Reginpreht biskupi. Sá hluti kvæðisins
birtist hér að framan og er á þessa leið í íslenzkri þýðingu:
Frá Reginberti biskupi.
Tveir biskupar ollu því, að ég flýði úr ófriði til Utrecht,
og gerðu þeir oss margt til miska. Þá flæmdist ég að
heiman og eyddi ævinni erlendis. Þegar ég kom til Utrecht,
hitti ég þar mjög góðan mann, hinn ágæta Reginpreht;
hann ástundaði réttlætið. Hann var spekingur, guði þókn-
anlegur, heiðvirður prestur, í allan máta góður. Hann
sagði mér sannleika, eins og nógir aðrir þar, hann hefði
ferðazt um skeið á íslandi og fundið þar mikla gnægð
af mjöli og víni, og elrivið kaupa þeir til eldsneytis; þar
er viður dýr. Þar er gnægð allra nauðsynja og gamans,
aema þar skín aldrei sól; þá skortir þann unað; sökum
þess verður ísinn þar harður sem kristall, svo að hann
er notaður sem eldsneyti, og verða kristallarnir glóandi.
^ið þetta er eldað og hús hituð. Þar er goldinn peningur
fyrir elriskíð---------
Ýmsum getum hefur verið leitt að því, hver sé hinn
goði Reginbert eða Reginpreht og hvaða biskupaerjur hér
Sei um að ræða. 1 kvæðinu er Reginpreht nefndur erhaft
P affo (prestur), en í fyrirsögn biskup. Fyrirsögn gæti