Saga - 1960, Qupperneq 104
96
ÍSLAND ERLENDIS
og tóku með valdi frá landsmönnum fisk þeirra og sýndu
mikinn yfirgang.
Á þessu ári skrifaði líka Kristján Danakonungur til
Englandskonungs, að hann hefði orðið fyrir slíkum hroka
og skaða; hann skyldi kenna Englendingum og knýja þá til
að bæta skaðann. — Einnig fóru það sumar frá Danzig
margir skipherrar til Danakonungs ásamt nokkrum mála-
liðsmönnum og velmetnum fyrirliðum og gengu á mála
hjá honum.
Anno 1468 ... vegna Danakonungs. Þá lét hann taka
fyrir Englendingum mörg skip í Eyrarsundi með vörum
miklum; það gerðu mest okkar menn, sem héðan höfðu
farið til konungs á mála árið '67.* 1)
III.
Elzta heimild um prentun á íslenzku.
Staatsarchiv der Freien und Hansestadt Hamburg, Ar-
chiv des Seefahrer Armen Hauses", nr. 5. „Rechnungs-
buch der Sun.te Annen Broderschop der Islandsfahrer in
Hamburg" v. J. 1520 bis 1561, bl. 30, bakhlið:
hiröstjóra Þorlelfssonar 1467 og áhrif þess á sigling og herþjónustu Danzigmanna og
um úrrœöi Danakonungs. Litlu yngri Hansakaupmannafrásögn af þessu er til (Köhler’sche
Sammlung, s. 226) og efnislega svipuö þessarl nema Englendlngarnir eru ekki sagðir
frá ..Bruslow", heldur Lynnbúar (Linnenses Angli), og geta flestir þess til, aö þeir
haíi þá verið írá Brlstone (nú Boston) viö Washflóann, tœpa 40 km norður frá Lynn.
Af því hve mörg staðanöín sunnan Eystrasalts enduöu á -ow, tömdu Hansamenn sér
aö setja það viðskeyti á nöfn enskra borga og kölluöu þá Bristol vanalega ,,brustow“,
en gátu notað oröiö yfir hverja aöra borg, sem haíöi Bristo- að stofnlið I naínl
sínu, þótt viðskeyti nafns hljóöaði ööruvísi. Þykir mjög eðlilegt, aö „bruslow" tákni
hér Brlstone. Má þess og geta, aö 1467 munu Ibúar héraðsins hafa nefnt staölnn
„Burstone" eða „Brustone“ og á 11. öld hét hann Burstuna. En hafi skip Englendinga
veriö frá flelri en elnni borg, liggur nœst aö halda, aö þau hafi verið frá Brlstol og
Lynn, en ekki Bristone, sem var smá og átti aö Jafnaði varla nema eltt skip I íslands-
íerðum.
1) Þótt íslands sé ekki getiö meir I annálnum, er styrjöldin, sem hófst við þetta,
milli Hansastaöa og Englendinga, einn meginþáttur hans áfram, auk þess sem um hana
er fjöldi annarra heimllda. Danzig vildl heimta skipherra sína úr málaliðsþjónustunni
við Kristján I og hótaði aö svipta þá annars borgararétiti. Efling Hamborgar og nýr
íslandsáhugi þar sökum íslandsósigurs Englendinga kemur I ljós I þeim heimildahópi,
sem Weinreichsannáll tilheyrir.