Saga - 1960, Page 105
ELZTA HEIMILD UM PRENTUN Á ÍSLENZKU
97
— Item noch vth gheue vor prente vp Yszlandesche
prent vij mr. vi s.
vij s.
Item so hebbe ik Wilken rogghen gheuen her johan
dofforde
xix mr. vi s. int jar xxx —
Framanskráðar klausur eru úr reikningum fyrir árið
1530, og eru þeir með hendi gjaldkerans W. Rogghens,
en hann er að öðru leyti óþekktur maður. Þetta er elzta
heimild um það, að prentað sé á íslenzku, en litlum get-
um er hægt að leiða að því, hvers konar texti hafi verið
festur á pappír að því sinni. Upphæðin, sem greidd er
fyrir prentunina, er ekki há, en þó hefur verið hægt
að fá dálítinn pésa prentaðan fyrir það fé. Af því að
ekkert er getið um efni textans, þykir mér sennilegast,
að hér sé um að ræða eins konar tilraun til prentunar
á íslenzku og sé hún gerð að undirlagi íslendinga, sem
hafa haft í hyggju að stofna prentverk á íslandi.
B. Þ.
IV.
Endalok Ögmundar Pálssonar Skálholtsbiskups
og misheppnuð för að Jóni biskupi.
IJr Hamborgarannálum.
Bernd Gyseke’s Hamburger Chronik von Jahre 810
bis 1542, útg. Lappenberg: Hamburgische Chroniken in
niedersachsischer Sprache, Hamburg 1861, bls. 185.
Höfundur, Bernd Gyseke, var ritari hjá bruggaragildi
Hamborgar, deyr um miðja 16. öld, en er annars ókunn-
ur maður. Annállinn er talinn merk heimild um atburði
Saga — 7