Saga - 1960, Side 110
102
GORIES PEERSE
þeirra, sem árlega verzla á Islandi). Á titilblaði er mynd
af manni, sem spennir upp gin á Ijóni, og er sú mynd
eflaust tákn útgefanda, en samkvæmt öðrum heimildum
hét hann Joachim Leo eða Löw, og segir Guðbrandur
biskup í áðurgreindum formála, að honum væri maklegt
að verða ljónum að bráð. Undir kvæðinu stendur nafn
höfundar: Gories Peerse. Anno Domine (svo) LXI. Ge-
driicket im Jare 1594. Z. V. C. Skammstafanirnar telur
Guðbrandur Jónsson fangamark prentara. Þessi útgáfa
kvæðisins er eflaust gerð Arngrími og Guðbrandi bisk-
upi til storkunar. I Brevis commentarius talar Arngrím-
ur um tvær útgáfur af kvæðinu, síðar í sömu bók, að
það hafi komið út tvisvar eða þrisvar, en í ritinu Ana-
tome Blefkeniana 1612 segir hann, að það hafi birzt
þrisvar og sé nafni höfundar leynt í annarri og þriðju
útgáfu. Biskup talar um þrjár eða fjórar útgáfur í marg-
greindum formála, og ætti því útgáfan 1594 að vera sú
fjórða, en þrjár þær fyrstu að hafa glatazt gjörsamlega.
Ekki er vitað um fleiri útgáfur kvæðisins en hér greinir
fyrr en á 19. öld. Árið 1883 gaf Wilhelm Seelmann pró-
fessor kvæðið út í Jahrbuch des Vereins fiir niederdeutsche
Sprachforschung og fylgir auðvitað útgáfunni frá 1594.
Á einum stað árfærir Peerse atburð, sem gerist á Is-
landi, Heklugos, og segir talsvert frá því.
Und ys gescheen by Minschendencken klar,
Do ys groth Veuer baven uth Hekelvelde ghan so sterck
Und hefft vorteret Gras, Minschen und Heuserwerck.
Ock gescheen dar Erdtbevinge sehr vaken,
20 Und deith groten Schaden yn eren gemaken,
Brickt darnedder, wat se hebben gebuwet.
Van dessen dingen ick nicht alles seggen kan.
Wat yn vorschenen Jaren geschach, weth yderman,
De yn Ysslandt handeln und varen.
25 Und ys gescheen binnen tweolff Jaren,
Dat up dat meal yn einer Nacht