Saga - 1960, Síða 115
GORIES PEERSE
107
fleiri saman í einni flatsæng, bæði karlar og konur sam-
an. Þeir liggja andfætis og hrjóta og freta eins og svín
undir einni vaðmálsábreiðu. Þeir kasta allir af sér vatni
í einn stamp og þvo munn og höfuð hóflega úr því, sem
þeir köstuðu af sér um nóttina. Þeir hafa einungis vað-
mál undir sér og yfir og engan annan rúmfatnað. Á
vetrum komast þeir ekki út sökum fanna, þegar þeir
fara á fætur á daginn. Þeir, sem ekki fella sig við þessa
háttu og geta ekki neytt þessa matar, geta ekki haft ofan
í sig á íslandi. Þetta segi ég almennt með sóma, og þeim,
sem hvorki vilja né geta trúað þessu, er bez.t að sigla
þangað sjálfum og ferðast þar eins og ég hef gert, svo
að þeir kynnist sannleikanum sem bezt“.
Hingað til hefur leikið nokkur vafi á því, hvers konar
maður Gories Peerse var. Arngrímur telur, að hann muni
vera þýzkur kaupmaður, en menn hafa ekki gefið gætur
að þeim ummælum hans. W. Seelmann var með litlar
bollaleggingar um ætt hans og uppruna, lætur nægja,
að benda á, að nafnið sé norður-þýzkt, þekkt í Hamborg,
Austur-Fríslandi og jafnvel Hollandi og telur sennileg-
ast, að hann hafi verið Hamborgari. Sama ár og pró-
fessor W. Seelmann birti Islandskvæði Peerses, ritaði
C. Walther málfræðingur: Die Hamburger Islandsfahrer,
Zu Gories Dichtung, — einnig í Jahrbuch des Vereins
fúr niederdeutsche Sprachforschung 1883. Hann fékkst þá
við rannsóknir á reikningsbókum St. önnu bræðralags-
ins í Hamborg, en það stundaði einkum Islandssiglingar
á 16. öld. Hann vann að því um skeið að afrita helztu
i’eikningsbækur bræðralagsins, en af einhverjum ástæð-
Urn- fann hann hvergi getið um Gories Peerse, en álykt-
a8i, að hann hefði verið bartskeri frá Hamborg eða skips-
lasknir á íslandsförum. Ályktun sína studdi hann eink-
Um þeim rökum, að Peerse hefði hlotið að njóta einhverr-
ar menntunar.
Árið 1898 ritaði R. Ehrenberg greinina Gorries Perse