Saga - 1960, Síða 116
108
GORIES PEERSE
í Mitteilungen des Vereins fiir hamburgische Geschichte,
6. B. Hann hafði fundið manns með því nafni getið í
heimildum á árunum 1584—1586 og sennilega einnig
1570, að því er hann taldi. Maður þessi átti heima í
þorpinu Holm (áður Hollen) í sókninni Wedel skammt
frá Hamborg. Nú er Wedel úthverfi í borginni. Árið
1610 selur Simon Peers, búsettur í Hollen, með sam-
þykki föður síns, Gorries Peers, tjörn (Teich), sem hann
hafði erft eftir foreldra sína. Árið eftir er Gorries getið
í Hamborg ásamt sonum sínum, Johanni og Simoni; 1613
telja þeir bræður sér 1500 mr. í móðurarf. Fleiri mönn-
um með þessu ættarnafni bregður fyrir í heimildum á
næstu árum, en þá er skáldið Gories Peerse löngu komið
undir græna torfu, en Ehrenberg telur líklegt, að það
hafi verið frá Hollen í Wedel.
Árið 1930 gaf ríkis- og háskólabókasafn Hamborgar
ú.t dálítið hátíðarit í tilefni 1000 ára afmælis alþingis,
Hamburg und Island, og skrifaði Hildegard Bonde bóka-
vörður þar grein: Amgrímur Jónsson und Hamburg. Þar
greinir hún frá deilu Arngríms við Gories Peerse, en
hvorki hún né R. Carstensen, sem ritar grein um Peerse
í Hamburgische Geschichts- und Heimatsblátter, Ham-
burg 1940, — eru með miklar bollaleggingar um stétt
eða stöðu skáldsins. Grein Carstensens heitir: Ein Ham-
burger berichtet von Island, og bendir á, að heimildir á
ríkisskjalasafninu í Hamborg sýni, að Peerse hafi verið
aðili að bræðralagi íslandsfara þar í borg. í formála
fyrir þýðingu sinni á kvæði Peerses 1946 segir Guðbrand-
ur Jónsson: „Ég hef þó fundið hans getið nokkrum sinn-
um í sjóðbók fátækrabræðralags íslandsfara í Hamborg
(nr. 20 í skjalasafni fátækrahúss sæfarabræðralagsins í
Hamborg--------). Þar er 1570 nefndur Gorges (önnur
mynd af Göries) Perse og Peerse, útgerðarmaður á skipi
Peters Wirckes. Árið 1584 stendur í bókinni: „Meðtekið
af skipi Gorries Perse“, og þar fyrir neðan: „Skip
Gorries Perse“. Undir árinu 1586 stendur: „Af skipi