Saga - 1960, Page 130
122
RITFREGNIR
og „kvenfrelsiskonur" í nágrenninu. Að því búnu dregur hann þá
ályktun, að skáldmennt og kvenfrelsi hafi verið í nánum menning-
artengslum við frjósemisdýrkunina, „Hvort tveggja hefur fylgt
sama þróunarfarvegi og er arfleifð kynslóða, sem aldrei hafa land
okkar litið. Nú má telja víst, að höfuðsvið hinnar fornnorrænu frjó-
semisdýrkunar hafi verið í Danmörku og Svíþjóð. Vér getum með
góðum rökum kallað hana austnorræna trúarstefnu" (bls. 140).
Saurbýlin og frjósemisdýrkunin eru með öðrum orðum ein af höfuð-
rökum hans fyrir því, að forfeður vorir séu af austnorrænum stofni.
Örnefni, sem hefjast á Saur-: Saurbær, Saurbýr, Saurar, Saur-
vík o. s. frv. eru algeng um allan Noreg allt frá Rakkestad austan
Víkurinnar og norður á Finnmörku. Þó er vafasamt að slík nöfn
finnist syðst í landinu og í Guðbrandsdal. Norsk örnefni hafa mjög
gengizt í munni og framburður þeirra breytzt. Þannig eru bæir og
staðir í hverju héraði kenndir við Sör-: Sörbö, Sörlien o. s. frv.
en vant er að segja, hvort fyrri liðurinn merkir fremur saur eða
suður. Norskir örnefnafræðingar telja, að saurnöfnin merki nokk-
urn veginn sama og mýri, og kemur það heim við frásögn Land-
námu um Steinólf lága. „Hann lét gera bæ og kallaði Saurbæ,
“því að þar var mýrlent mjög, og svo kallaði hann dalinn“. í
Danmörku er mér einungis kunnugt um þrjú Saurbýli, eitt á Langa-
landi og tvö á Sjálandi, og einnig eru slík nöfn sjaldgæf í Svíþjóð,
að því er ég bezt veit. Á Englandi er Sowerby = Saurbær í Cumb-
erland og einnig eru Saurbæjarnöfn kunn á skozku eyjunum og
eitt á meginlandinu, en þau eru öll talin norsk að uppruna. Sanni
Saurbæjarnöfnin íslenzku eitthvað um uppruna þjóðarinnar, þá er
það allt annað en Barði Guðmundsson vill vera láta.
Magnús Olsen telur, að nöfn, sem enda á -bær, muni flest til
orðin á víkingaöld, en mörg geti þó verið nokkru eldri; ævaforn
eru þau þó ekki. S. K. Amtoft segir í Nordiske Gudeskikkelser (Kbh.
1948), að upphaflega hafi goðanafn aldrei verið forliður í ömefni,
sem endaði á -bær. Þannig er enginn Freysbær til í Noregi, en
margt um Freyshof, Freyslönd, Freysnes, Freyssetur o. s. frv.
Amtoft telur, að hugtakið bær sem síðari liður staðarnafns „vistnok
i sin Opprindelse er det mindst religiöst prægede af de mere ud-
bredte Efterled, idet det stærkere fremhæver det af Mennesker
frembragte, medens -torp, -stad, -höj o. s. v. mere har haft Karakter
af religiös Menighed". Bls. 193.
Öll rök hníga því í þá átt, að bæjarnafnið Saurbær eigi ekkert
skylt við frjósemisdýrkun og fornan átrúnað. En Barði heldur
áfram og skeytir hvorki um heimildir né rannsókn þeirra. Höfuð-
lausnarkvæði Erps lútanda um konungshundinn Saur verður hon-
um nær sönnun þess, að í fyrnsku hafi verið til frjósemisvættir