Saga - 1960, Page 140
Um arfsögn í Landnámu
eftir Hermann Pálsson.
1 kaflanum um landnám á Reykjanesi við Breiðafjörð
er merkileg frásögn af Ara Mássyni, sem bjó á ættar-
óðalinu að Reykhólum á síðara hluta 10. aldar. Ari var
kominn af Úlfi skjálga landnámsmanni í beinan karl-
legg. Faðir Ara var Már, sonur Atla rauða, sem var
sonur Úlfs. Eftir daga Ara Mássonar héldust Reykhólar
með niðjum hans fram yfir miðja 12. öld, því að sonur
Ara var Þorgils, faðir Ara, föður Einars, föður Ingi-
mundar fræðimanns á Reykhólum, sem lézt árið 1169. í
Landnámu er vísað til Reyknesingakyns, og virðist þar
vera um skráða heimild að ræða. Er það hugsanlegt, að
ættfræðirit þetta hafi Ingimundur Einarsson samið, þótt
Ari fróði og fleiri lærðir afkomendur hinna fornu Reyk-
nesinga komi einnig til greina.
Kaflinn um Ara Másson er mjög á eina lund í gerðum
Landnámu og hljóðar á þessa leið:
„Ari varð sæhafi til Hvítramannalands. Það kalla
sumir Irland hið mikla. Það liggur vestur í haf nær Vín-
landi hinu góða. Það er kallað sex daga sigling vestur
frá írlandi. Þaðan náði Ari ei brott að fara og var þar
skírður.
Frá þessu sagði fyrst Hrafn Hlymreksfari, er lengi
hafði verið í Hlymreka á írlandi.
Svo kvað Þorkell Gellisson segja íslenzka menn, þá er
heyrt höfðu frá segja Þorfinn jarl í Orkneyjum, að Ari
hefði kenndur verið á Hvítramannalandi og næði ei brott
að fara, en var þar vel virður“.
Frásögnin um Ara bónda á Reykhólum virðist í fljótu
bragði vera næsta fjarstæðukennd, en í rauninni fær hún