Saga - 1960, Side 141
UM ARFSÖGN 1 LANDNÁMU
133
fullkomlega staðizt að öðru leyti en því, að landaskipan
er mjög áfátt. Eins og ég hef rakið annars staðar, mun
Hvítramannaland vera eins konar þýðing á heitinu Alba,
en svo kallast Skotland á írsku og latínu. Kjarni þess-
arar frásagnar er því sá, að Ara hefur borið til einhvers
staðar í Skotlandi, og þaðan átti hann ekki afturkvæmt.
Hins vegar mun athugasemdin um afstöðu Hvítramanna-
lands til Vínlands hins góða ekki heyra til upphaflegu
arfsögninni, heldur hefur fræðimaðurinn, sem fyrstur
færði hana í letur, aukið þeirri skýringu við.
Um Hrafn Hlymreksfara, sem fyrstur hefur borið þá
sögu til Islands, að Ari Másson næði ekki að komast brott
frá Skotlandi, er ekki ýkja margt vitað. Hann virðist
hafa verið upp á síðara hluta 10. aldar og fyrstu áratug-
urn hinnar elleftu. Aldur hans verður meðal annars ráð-
inn af því, að hann var fjórði maður frá Steinólfi lága
hmdnámsmanni, og sjálfur var Hrafn langalangafi Ing-
vildar Atladóttur, konu Snorra Húnbogasonar á Skarði,
sem lézt árið 1170.
_ hað var ekki að ástæðulausu, að Hrafn Hlymreksfari
iét sér annt um að kynna mönnum hinztu örlög Ara Más-
sonar. Báðir voru þeir Vestlendingar, og sennilega hafa
þeir þekkzt, þótt Hrafn virðist hafa verið nokkru yngri.
Ug þeir voru báðir farmenn. En auk þess voru þeir
skyldir, því að Þorbjörg, amma Ara Mássonar, var systir
teinólfs lága, sem var langalangafi Hrafns.
Sá, sem skráði frásögnina af afdrifum Ara, hefur getað
engið hana hjá manni, sem nam hana af Hrafni Hlym-
ic ísfara. Orðalag Landnámu virðist bera með sér, að
eikell Gellisson þurfi ekki að hafa verið heimildarmað-
Ur Um fíásögn Hrafns, heldur einungis um hitt, sem haft
G1 eftiv Þorfinni í Orkneyjum.
Um feril þeirrar frásagnar, sem runnin er frá Þor-
mni, leikur hins vegar miklu minni vafi. Sá, sem færði
mia. í letur, hefur tvímælalaust þekkt Þorkel Gellisson.
ekki verði fullyrt um, hvenær Þorkell lézt, er senni-