Saga - 1960, Side 142
134
UM ARFSÖGN 1 LANDNÁMU
legt, að hann hafi lifað a. m. k. fram á annan tug 12.
aldar. Þorkell Gellisson var, eins og alkunnugt er, einn
af heimildarmönnum Ara fróða. í annálum er getið dán-
arárs tveggja annarra heimildarmanna Ara, þeirra Teits
Hallssonar, sem lézt árið 1110, og Þuríðar Snorradóttur,
sem andaðist árið 1113. Nú hefur Barði Guðmundsson
sýnt fram á, að stofninn í tímabili íslenzkra annála um
viðburði sögualdar sé runninn frá Ara fróða. Og eflaust
er það einnig komið frá Ara, hvenær þau Teitur og Þur-
íður féllu frá. En dánarárs Þorkels er hins vegar ekki
getið í annálum, og langsennilegasta skýringin á því er
sú, að Þorkell hafi lifað lengst þessara þriggja heimildar-
manna Ara og látizt eftir að Ari samdi það tímatalsrit,
sem síðari annálahöfundar styðjast við. I sambandi við
þetta má minna á, að dánarárs Gellis, föður Þorkels, er
getið í annálum (1073).
Þorkell Gellisson hefur af skiljanlegum ástæðum haft
áhuga á frásögninni af Ara Mássyni. í Laxdæla sögu er
Þorkatli svo lýst, að hann hafi verið nytsamur maður
og manna fróðastur, og honum eigum vér eflaust ýmis-
legt annað að þakka en það, sem honum er beinlínis eign-
að í íslendingabók og víðar. Þorkell Gellisson var sonar-
dóttursonur Ara Mássonar, og því er efnið honum skylt.
Móðir Þorkels var Valgerður Þorgilsdóttir frá Reykhól-
um, en Þorgils Arason, faðir hennar, hefur erft jörðina
frá Ara Mássyni, föður sínum, og þar bjó Þorgils á fyrstu
áratugum 11. aldar. Mun það láta nærri, að þeir Hrafn
Hlymreksfari og Þorgils Arason hafi verið á svipuðu
reki, en ef til vill hefur Hrafn verið nokkru eldri.
Það má nærri geta, að Þorkell Gellisson hefur snemma
heyrt frásagnir af Ara, langafa sínum, sem varð fyrii’
þeim ósköpum að verða neyddur til að eyða síðustu ár-
um sínum fjarri föðurlandi sínu. Má það sennilegt þykja,
að honum hafi verið kunn frásögn Hrafns, þótt höfund-
ur kaflans í Landnámu hafi getað fengið hana af öðrum
heimildarmönnum. En Þorkell hefur einnig aðra heimiW