Saga - 1960, Page 143
UM ARFSÖGN í LANDNÁMU
135
um örlög Ara. íslenzkir menn, sem heyrt höfðu Þorfinn
í Orkneyjum segja frá, gátu frætt Þorkel á því, að Ari
hefði þekkzt í útlegðinni og verið þar vel virður.
f flestum útgáfum Landnámu er Þorfinnur í Orkneyj-
um talinn í nafnaskrám vera sami maður og Þorfinnur
hausakljúfur, sem getið er í kaflanum um Auði djúp-
úðgu. En slíkt fær engan veginn staðizt. Þorfinnur hausa-
kljúfur var sonur Torf-Einars jarls og bróðursonur Hrol-
laugs landnámsmanns í Hornafirði. Þorfinnur þessi mun
hafa verið uppi á fyrri hluta 10. aldar og því nokkrum
áratugum eldri en Ari Másson. Tímans vegna má það
heita óhugsandi, að Þorfinnur hausakljúfur gæti frætt
menn um örlög Ara, því að sjálfur mun Þorfinnur hafa
verið hniginn í gras löngu áður en Ari hélt skipi sínu
hinzta sinni af íslandi. í nafnaskrá Guðna Jónssonar að
íslendingasögum er heimildarmaðurinn í Orkneyjum tal-
inn vera Þorfinnur jarl Sigurðarson, og er það hárrétt
athugað. Samkvæmt íslenzkum annálum kom Þorfinnur
Sigurðarson til ríkis árið 1004 og mun þá hafa verið
kornungur. Hann lézt árið 1064. Heimildarmenn Þorkels
hafa að sjálfsögðu þekkt Þorfinn jarl, og ferill sagnar-
innar er því næsta einfaldur, unz hún er færð í letur, því
að Þorfinnur hefur að vísu getað þekkt einhverja, sem
böfðu séð Ara og borið kennsl á hann í Skotlandi. Að
niinnsta kosti hafa atburðir þessir gerzt ekki löngu áður
en Þorfinnur jarl fæddist, og ef til vill hafa þeir orðið
síðar.
Nú hagar svo til, að bent verður á samband milli Orkn-
eyja og Helgafells á dögum Þorkels Gellissonar. Eitt
af helztu hirðskáldum vorum á 11. öld var Arnór Þórðar-
s°n. Hann dvaldist oft með Orkneyjajörlum og orti raun-
ar erfidrápu um Þorfinn Sigurðarson. En eftir dauða
Gellis Þorkelssonar árið 1073 yrkir hann erfidrápu um
hann. Arnór jarlaskáld er eini íslendingurinn, sem vitað
er um, að hafi þekkt þá báða Þorfinn jarl og Þorkel
Gellisson. Drápa Arnórs um Gelli er nú glötuð, svo að