Saga - 1960, Page 150
142
Alitsgjörð og tillögur um stjórn íslands
málaráðherrans Bardenfleths, því að hann hefur skrifað
athugasemdir við það, sem Brynjólfur hefur til málanna
að leggja, og Jón Sigurðsson hefur tekið það upp í afrit
sitt af athugasemdum Brynjólfs. Einnig er til álitsskjal
Bardenfleths um þessi mál: „Bemærkninger angaaende
de indkomne Forslag om hvad der bliver at forelægge
Althinget i 1849“. Þetta skjal er varðveitt í Þjóðskjala-
safninu í böggli merktum Forfatningssager. Brynjólfur
hefur svo haft það með höndum og skrifað í það athuga-
semdir sínar. Það er dagsett 16. marz 1849. Að síðustu
er svo álitsskjal innanríkisráðherrans P. G. Bangs dag-
se.tt 20. marz 1849. Hann hefur sent Brynjólfi afrit af
því, sem er geymt í Þjóðskjalasafninu í bögglinum, sem
merktur er Forfatningssager. Það hefur verið stílað til
Páls Melsteds, en Brynjólfi sent það til athugunar. Með því
skjali lauk fyrstu umræðunum milli þeirra, sem fóru
með stjórn landsins, um hina væntanlegu breytingu á
stjórn íslands eftir lok einveldisins. öllum endanlegum
ákvörðunum var slegið á frest, enda bar margt á milli,
og mismunandi sjónarmið komin fram. íslendingar höfðu
komið fram með álit sitt og stjórnin kveðið upp sinn
dóm, svo að báðir aðilar vissu, hvar skórinn kreppti.
Til að koma málinu í höfn þurfti að slaka til á báða
bóga, ef því skyldi ekki siglt í strand.
Aðalgeir Kristjánsson.
Álitsgerð Páls Melsteds 5. febr. 1849.
I Anledning af den til mig fra det höie Indenrigs-
ministerium igjennem Chefen for Expeditions-Contoiret
under det islandske Departement skete Opfordring til at
indgive en skriftlig motiveret Mening om, hvilke Sager
der af Regjeringen skulde forelægges det næstforestaa-
ende Althing til Behandling, tillader jeg mig ærbödigst
at fremsætte fölgende Bemærkninger.