Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Blaðsíða 8
6
»ísland dragið þið aldrei þó
yfir þrjú hundruð mílna sjó
út í Danmörk«.
Um langan tíma höfðum við átt einangruninni það mest
að þakka, að við erum sérstök þjóð. Og ennþá er 300
mílna sjórinn þjóðerni okkar og sjálfstæði nokkur bjarg-
vættur.
En sú er mest gjörbylting síðustu tíma, að allar fjar-
lægðir eru að engu að verða á þessari jörð. Oæði allrar
jarðar eru meir en nokkru sinni fyr að verða eign alls
mannkyns. Þeir múrar, er áður girtu um heiinili, þjóðir eða
ríki, eru óðum að jafnast við jörðu, og því er alf á leið til
að fá nýja skiþun. Tröllasaga þótti það fyrir fáum árum,
að fara mætti umhverfis jörðina á 80 dögum, nú er það
gamanleikur.
»Sé eg hendur manna mynda
mæliþráð yfir höfin bráðu,
þann er lönd og lýði bindur
lifandi orði suður og norður«,
kvað Matthías undrandi yfir fjórðungi aldar. Nú gerast
»meiri tákn og miklu stærri«. Nú geta menn talast við
þráðlaust yfir hin mestu höf á þessari jörð. Sumt er þetta
hingað til okkar komið, sumt er rétt ókomið, en það er alt
að koma. Sá tími er ekki langt framundan, að flest eigum
við kost á heima hjá okkur, að hlýða á söng og ræður frá
London og París, New York og Tokio, ef við aðeins vilj-
um til þess kosta. Eftir fá ár eigum við að líkindum kost
á, að fljúga til Miklagarðs eða Róm á styttri tíma en við
eigunr nú kost á að sigla til Reykjavíkur. Börnin okkar
látum við jafnframt móðurmálinu læra mál, sem þau geta
gert sig skiljanlega með um alla jörð. Hingað munu koma
þúsundir þýskra, enskra, franskra og aineríkanskra far-
fugla á hverju sumri, sumum velkomnir, öðrum óvelkomn-
ir. Og í kjölfar þessa alls siglir svo öll sú verklega menn-