Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Blaðsíða 38
sem hún hafði sett sér um fjársöfnun, gerði þó aðaífund-
ur Sanibandsins, er haldinn var á Breiðumýri 11. maí
1919 þessa ályktun:
»Fundurinn samþykkir, að Sambandsstjórnin búi mál-
ið undir næsta alþing og sæki um fé til stofnunar skól-
ans, og felur henni að öðru leyti alla forgöngu þess fyrir
hönd þeirra, er hlutdeild eiga í samskotafénu«.
Kom það líka fram í umræðunum, að vonir voru um
talsvert meiri fjársöfnun á sambandssvæðinu, og talið
sjálfsagt, að hún héldi áfram«, eftir því sem segir í bók-
un fundarins um málið.
Þó að áhuginn á málinu virtist vera mikill á þessum
fundi, var lítið fyrir málið starfað næsta ár. Þingmaður
kjÖrdæmisins hafði að vísu góð orð með að bera það
fram á þinginu þá, en þegar á átti að herða, treysti hann
sér ekki til þess. Þarf eigi að rekja þá sögu frekar en gert
er með bókun um málið frá aðalfundi Sambandsins, sem
haldinn var á Breiðumýri 13. júní árið eftir:
»4. Skólamálið. Skýrði formaður frá því að eigi horfði
sérlega byrlega um fjárloforð úr ríkissjóði til skólastofn-
unar, en kvað þá væntanlegu sambandsstjórn vera skuld-
bundna, til að halda því máli frain við þing og stjórn.
Var síðan leitað eftir því hjá fulitrúunum hvort fjársöfn-
un hefði farið fram þetta ár, og kom í ljós, að það var eigi
til drátta. Þá gat Sigurgeir Friðriksson þess, að einn mað-
ur hefði lofað 100 króna hlut í skólasjóðinn með því skil-
yrði, að hundrað jafnstórir hlutir kæmu fram. Beindi
liann því til fundarins og sambandsdeildanna, að safna
fé á þenna hátt til skólans.
•Þá talaði Sigurður jónsson (ráðherra frá Ysta-) Felli
um skólamálið yfirleitt. Meðal annars beindi hann því til
Sambandsins, að halda því mikla menningar- og nauð-
synjamáli fram með festu og hyggindum, og benti á leið-
ir, sem nauðsyn væri aö fara þessu máli til sigurs. Urðu